Andvari - 01.01.1931, Síða 100
96
Fiskirannsóknir.
Andvari
aðalsfldveiðasvæði norður frá. En tii þess að sækja
þangað sunnan af fjörðum þyrfti all-stór skip, en mikið
er styttra þá á þau mið frá Austf jörðum, en frá Siglufirði-
Ég geri helzt ráð fyrir, að oftast yrði nægilega sfld
að fá einhversstaðar fyrir Austurlandi eða í fjörðum þess
handa einni lítilli verksmiðjum enda þótt nokkuð yrði
saltað, einkum á haustin, ekki sízt ef hún gæti líka
malað úrgang úr öðrum fiski, en full vissa verður ekki
fengin öðruvísi, en að verksmiðjan verði sett upp á
sem hentugustum stað, samfara nægilegum skipastól, en
til þess að fá þá vissu, álít ég vert að varið væri tölu-
verðu fé, það fannst mér, er ég sá alla hina miklu og
góðu síld, sem lék sér, arðlítil fyrir mennina, í fjörðum
Austurlands í sumar er leið.
Viðvikjandi þorski og öðrum vanalegum fiski má
geta þess, að vorið og sumarið 1930 var mesta aflaár
eystra og hélzt sá afli meðan ég var þar, þegar gaf,
svo að ég fékk gott tækifæri til að athuga aflann, bæði
í Norðfirði og Reyðarfirði.
Sem dæmi upp á afla í Norðfirði skal ég taka afla
á Nes-bátunum, sem fóru 9. ág. út á heimamiðin, 4
sjóm. út af Horni, 50 fðm., með lóð beitta síld. Einn
fékk 9^skpd. og hinir svipaðan afla. Mest af því var
smá-þorskur og stútungur, fátt af miðlungsýsu (kurl-
ýsu), 1 stórýsa, 1 stór ufsi, 1 Iúða, nokkurir steinbítar,
einstaka hlýri og 1 blálanga (fágæt eystra). Eg mældi
100 þorska (og tók kvarnirnar úr 50); stærðin var
43—94 cm, flestir 84—80 cm, þar af allmargir 70—80
cm, sem er óvanaleg stærð á þorski eystra á sumrin.1)
Margt af stærsta fiskinum hafði gotið áður, en sumar
1) Samkv. aldursákvörðun mag. Árna Friðrikssonar, var þe»sl
fiskur 8 vetra (árg. 1922).