Andvari - 01.01.1931, Page 101
Andvari
Fiskirannsóbnir.
97
hrygnur yfir 80 cm aldrei. Flestir voru með tóman
maga eða með síldarbeitu, í nokkurum mikið eða lítið
raelt stórsíld og niðurburður; í áll-mörgum var vanaleg
austfirzk botnfæða: litli trjónukrabbi (Hyas coarctatus)
með egg undir hala, slöngustjörnur (Ophiopholis), o. fl.
Loðnu og sandsílis varð ég ekki var, og ekkert heyrði
ég um það getið. — Flest af fiskinum var í góðum
holdum og vel lifrað, sumt var dökkt á lit (botn-
fiskur), sumt Ijóst (fiskur uppi i sjó, sögðu fiskimenn).
Annars var mikill stútungs- og þyrsklingsafli við Hornið
og inni i flóanum, um mánaðamótin.
Fiskurinn fyrir Austurlandi var mjög magur í fyrra,
líkt og annarsstaðar, en betri i ár og hagaði sér allt
öðruvísi en áður fyrri: Stóri fiskurinn, sem hefir verið
vanur að halda sig úti á grunnunum, t. d. Tangaslóð,
yzt á Dalatangagrunni, 10—12 og 20—40 sjóm. út af
Miðfjörðunum, einkum 25—30 sjóm. úti, á göngu sinni
norður með landinu, hefir verið að færa sig nær og
nær Iandinu síðustu vorin og mest í vor er leið, og frá
því í júní var hann mest enn nær landi, líkt og hann
er vanur að gera lengra norður með, og fékkst á
vanalegum heimamiðum (sbr. áður sagt) og alveg inni í
Norðfjarðarflóanum. Úti á grunnunum var fiskur fár og
smár. Fiskhlaup á eftir loðnu snemma vors, eins og
voru hér áður (1910—20) hafa verið lítil og hrygning
varla nokkur, en smáfiskur hefir verið kyrr á grunn-
wiðum Norðfirðinga og Reyðfirðinga síðustu vetur og
ufsa seiði (6—8 cm löng) voru við bryggjur í Nesi í
allan vetur. Ufsa- og þorskseiði á 1. ári sá ég engin
við bryggjur, aftur á móti var þar margt af veturgöml-
um og tvævetrum ufsaseiðum, sem héldu sig mest í
shugganum undir bryggjunum.
Nýung má það teljast, að þessi sumur varð óvenju
7