Andvari - 01.01.1931, Side 102
98
Fiakirannsóknir.
Andvari
mikið vart við túnfisk (Orcynus thynnus) hér við iand.
Fyrst rak einn í júlílok 1928 í Út-Landeyjum, svo
varð vart við töluvert slangur af honum við alla Aust-
firði, fyrri hluta ág. 1929; varð mest vart við hann í
Norðfirði; þar gekk hann alveg inn að bryggjum og
var reynt að ná honum (skjóta hann) en mistókst. Um
sama leyti sást vaða (nokkurir tugir) af honum inni á
Suðurfjörðum Arnarfjarðar. Loks má geta þess, að
Níels Ingvarsson í Nesi sá einn við Glettinganes um
miðjan júli í sumar er leið. Túnfiskurinn er sjaldséður
hér (sbr. Fiskana) og hinn óvanalegi fjöldi 1929 stendur
eflaust í sambandi við hinn óvenju-háa hita sjávarins
það ár og árin á undan. Svipað hefir átt sér stað við
Noreg og Danmörku.
Makríl heyrði ég, að töluvert hefði orðið vart við í
Mjóafirði í sumar, jafnvei fengizt nokkur mál af hon-
um i einu nótkasti.
•Heklubanki*. Á síðari árum hefi ég oft heyrt að
Færeyingar fiskuðu á »banka« er þeir nefndu Heklu-
banka, einhversstaðar norður af Langanesi, án þess að fá
að vita frekar hvar hann væri. En i sumar hitti ég að máli
færeyskan skipstjóra, á Norðfirði, og fræddi hann mig
um bankann. Það er svæðið, sem á dönsku sjókortun-
um er nefnt Kjölsen Bank og á kortinu með Fiskabók
minni Þistilfjarðargrunn. Nafnið er þannig tilkomið, að
Færeyingar kynntust fyrst þessum banka á ensku skipi.
sem hét Heckleboss? og kenndu hann við skipið. Þykir
þeim hann ágæt fiskimið; en hversvegna reyna ekki
íogarar vorir hann? Annan, lítinn banka þekkja Fær-
eyingar 45 — 50 sjóm. beint út af Langanesi, með 120
fðm. dýpi.
Af verklegum nýjungum á Norðfirði má nefna
sjóvarnargarðinn og fiskmjölsverksmiðjuna.