Andvari - 01.01.1931, Side 108
104
Fisbirannsóknir.
Ahávari
gerðarkostnaður skaplegur. Þessi fiskhús sýna all-ljóst
muninn á nú og þegar ég kom fyrst til Vestmanneyja
íyrir rúmum 30 árum (1899) og ekki woru önnur veg-
legri fiskhús en »krærnar« í »Læknum«; þær standa
enn allmargar — til samanburðar.
Vestmanneyjar gátu lengur varist rottunni en
flest önnur fiskiver eða kauptún þessa Iands, en nú er
hún líka komin þangað; það gerðist þegar haffær skip
fóru að leggjast upp að bryggjum, aðallega 1927. Nú
kefir hún þegar lagt undir sig Heimalandið og getur
orðið vandræðagripur, ekki sízt við sjóinn.
Ég mældi hitann í yfirborðfrjávar á nokkurum stöð-
um á þessari ferð, eins og stundum endranær, t. d.
1926 (sjá »Ægi«, XIX, Nr. 8, bls. 152) og var hann:
31/r Viö Vestmanneyjar . . 10,7° % Viö Ne* í Noröfiröi . 7,*°
— í Meöallandsbug . . 10,6° 9/t — — - —— . . 9,*°
>/t Viö Skrúöinn..... 5,t° ”/s — Búöareyri. 7,o°
— — BarÖsneshorn . . . 5,2° — — Skrúöinn.. 6,*°
4/« — Nes 1 NorÖfiröi. . 7,»° 30/s — Vestmanneyjar . . 11,s*
og sést af þessu, að hann var alls ekki hár, yfirleitt,
sízt við Austfirði; þar var hann mun lægri en 1926, er
hann var mældur á sðmu slóðum og sama tíma ársins
á »Dönu« og var yfir 3° hærri.
C. Ferðir til Grindavikur.
Ég var í Grindavík 26.—30. marz 1929 og 5.—11.
apr. 1930, eða á þeim tíma, sem vetrarvertíðin er í fuil-
am gangi, bæði til þess að ejá aflann og breytingar þær.
sem þar hafa orðið síðustu 4 árin á útveginum.
Ég gat þess í skýrslu minni 1926 (Andv. LII, bls. 53,
neðanmáls), að það ár hefði verið settur mótor í 2 opna
áttæringa; 1927 voru þeir 3 og gafst sú tilraun svo