Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 111
Andvari
Fiskirannsóknir.
107
saman, og varla það (sbr. flóðið mikla 21. febr. 1925).
1 )árngerðarslaðahverfinu, miðstöð sveitarinnar, þar sem
fullur helmingur alls flotans hefir uppsátur, er svo þröngt,
°2 sjórinn alltaf að grafa úr hábökkunutn, að til vand-
ræða horfir, ef ekki verður hafizt handa sem fyrst og
blaðinn varnargarður fyrir uppsátrið, það auk þess Iag-
að og breikkað og sjálfar lendingarnar (varirnar) líka og
aerðir við þær bryggjupallar, þar sem mætti leggja afla
°9 vörur á land og til útskipunar með lágsjávuðu og
aert fært vögnum að taka fiskinn upp að húsunum, þar
sem gert er, að honum, í stað þess að menn verða
bæði þar og annarsstaðar þar í Víkinni, að bera hann
á sínu eigin baki. — í Þorkötlustaðanesi er þrautalend-
mgin fyrir alia sveitina í útsynningsbrimum (sem eru
yerst), en þar er lending svo þröng, að varla getur lent
1 einu meira en 1 skip og svo er þá brota-Iá með há-
slávuðu. Þar þyrfti hlífðargarð fyrir háa sjónum og rýmk-
unar í lendingunni. Þrátt fyrir ýmsar ráðagerðir og jafn-
vel loforð um fjárframlög af hálfu hins opinbera, hefir
enn eigi verið gert neitt til umbóta á þessum slóðum.
* Staðarhverfi, yzta hverfi sveitarinnar, er aðstaðan til
mótorbátaútgerðar að því leyti betri, að þar geta jafnvel
fáeinir mótorbátar flotið, {sæmilega óhultir, á vetrar-
vertíð; en einangrun hverfisins og önnur atvik hafa orðið
þvi valdandi, að ekkert hefir orðið úr þesskonar útgerð
þ*r enn þá; breytist ef til vill með bílvegi, sem verið
er að leggja þangað frá Járngerðarstöðum1)-
D. Skýrsla um hrefnuveiðar.
Meðan Norðmenn stunduðu hér hvalveiðar voru eng-
ar skýrslur heimtaðar af þeim um veiðarnar, hve marga
*) Ég minnfisl dálítiö á hafnarmál Qrindvíkur í skyrslu minni