Andvari - 01.01.1931, Page 112
108
Fiskirannsóknir.
Andvari
eða hverskonar hvali þeir veiddu, samtímis því að heimt-
aðar voru skýrslur af innlendum mönnum um tölu veiddra
krognkelsa og silunga.
Það liggur við borð, að íslendingar fari sjálfir að
stunda stórhvalaveiðar og geri ég ráð fyrir, að þá verði
heimtaðar af þeim aflaskýrslur, ekki síður en af fiski-
mönnum, sem verða að gefa skýrslu um sinn afla, af
grásleppu (jafnt og þorski. En á síðustu áratugum hafa
verið stundaðar ail-reglubundnar hrefnuveiðar á Vest-
fjörðum (aðallega í fsafjarðardjúpi), í Steingrímsfirði og
í Eyjafirði og lítið eitt fengist meðfram af háhyrnu, andar-
nefju og marsvfnum. Veiðin hefir aðeins verið stunduð á
sumrin (maí—september) og farið fram að norskum sið.
með sprengiskutli (granatharpun), sem skotið er úrbyssu
á vélbáti. Forkólfur þessara veiða er Þorlákur Guð-
mundsson, bóndi á Saurum í Álftafirði.
Frá hinum eldri hvalveiðum Vestfirðinga sagði ég dá-
Htið í sfðustu skýrslu. Auk þess hefir verið skotið nokk-
uð af höfrungum í Eyjafirði og Siglufirði síðustu tvo
uetur. Hnísuveiðar eru stundaðar á þessum svæðum.
eias og vfða annarsstaðar við landið, en um þær eru
engar skýrslur, því miður og ekki tiltök að fá þær fyrir
liðna tfmann, en vert væri að heimta þær f framtíðinni,
eins og skýrslur um aðrar veiðar.
Datt mér nú í hug, að gaman væri að safna skýrsl-
um um þessar innanfjarða-hvalveiðar frá byrjun, svo að
þasr geti orðið upphafið að íslenzkum hvalveiða-skýrslum,
ef þær yrðu teknar upp í stærri stýl. Þetta hefir mér
tekizt með góðri aðstoð erindreka Fiskifélagsins vestan
1917—18, Andv. XLIV, bls. 46—47; var það lekið upp í skýrslu
þeirra Kirk oa Krabbe um hafnarrannsóknir 1917—21 í fylgisk. 6.
Sjá og sama rit, bls. 6 og BL. VI.