Andvari - 01.01.1931, Page 114
110
Fiskirannsóknir.
Aiuiv»ri
það ekki sízt wið um höfrungana. Af þeim var allmikið
hlaup Ivo síðustu vetur (eftir loðnu?). Fyrir velvild
manna í Olafsfirði fékk ég beinagrind úr einum og
reyndist það vera stærsta tegundin af þeim 4, sem hér
eru kunnar, sú sem ég vil nefna »hundfisk« (Tursiops
tursio) og verður 4 m (12') löng; geri ég ráð fyrir að
flestir hafi þeir verið þessi tegund. En þar sem menn
nefna öll þessi smáhveli hér einu nafni höfrunga eða
hnýðinga, stökkla o. fl., væri gott ef mér væru sendar
beinagrindur eða jafnvel aðeins höfuðbeinin til ákvörð-
unar á tegundinni. Með því mætti fá vitneskju um, hvaða
tegundir væru á ferðinni í það og það skiptið.
Viðvíkjandi hrefnunni skal ég bæta því við, að Þor-
lákur á Saurum segir hrefnuna vera nokkuð mistíða í
ísafjarðardjúpi og vill kenna því um, að stundum vanti
»átu«tegund, sem hrefnan sækist sérstaklega eftir: smáan
kampalampa, og þá sé fátt um hrefnu. Flestar hrefn-
urnar segist hann hafa veitt úti í Djúpinu, aðeins 8
inni á fjörðum, en á grunnum fjörðum sé erfitt að ná
þeim, þó að þær séu stöðugt að flækjast þar.
í janúar 1931.