Andvari - 01.01.1931, Page 115
A*tdv*ri
Hýsing sveitabýla.
Efiir Þóri Baldvinsson.
Sveitir á íslandi hafa tekiö miklum stakkaskiftum á
siðustu árum. Búnaðarhættirnir hafa breytzt og með
beim lífskröfur manna og hugsunarháttur að nokkru.
Torfbæirnir gömlu týna tölunni hver af öðrum og á
rústum þeirra rísa steinhúsin, mikil og sterkleg. Plóg-
urinn og herfið breyta þýfðum móum í slétta bala og
rafljósin skína nú, þar sem grútarlampinn var einvaldur
iyrir fáum áratugum. En snöggar breytingar verða ætíð
ýmsurn einstaklingum kostnaðarsamar. Skilning og þekk-
'n2 skortir, til þess að geta hagnýtt sér nýjungarnar
eins og unnt væri, eða umbætt þær á réttan hátt, og
bess vegna verða ýmsar misfellur á framkvæmdum fyrst
i stað.
Þessar misfellur eru ef til vill einna tíðastar f sam-
bandi við húsagerð, og verður þeirra vart á ýmsan hátt,
*• d. í sniði húsanna, meðferð efnis og kröfum til stærðar.
^firleitt hættir mönnum til að láta hinar óljósu kröfur
tízkunnar ráða fyrir um gerð og stærð húsanna, en
athuga ekki, hvaða áhrif það hefir á gjaldþolið, fyrr en
loknu verki. Af þessum ástæðum hefir oft komizt
^egnasta ósamræmi milli byrðar og burðarþols bóndans,
°9 því meira og hættulegra, sem efnin hafa verið minni.
Þetta er að verða allt of algeng regla, 6vo algeng, að
® síðari árum virðast margir álíta hana næstum óhjá-
k'temilega, ef byggja á nokkuð á annað borð.