Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 15
Andvari.]
Síra Friðrik J. Bergmann
XI
ar búinn en margra annara. Hann þakkaði það kenn-
ara sínum, prófessor Fr. Petersen í Kristjaníu. Hann
hafði þrásinnið orð á því við mig á þessum árum,
og lét þess líka getið á fjölsóttum mannfundi á
kirkjuþingi í Mountain 1888, að Petersen hefði brýnt
það vandlega fyrir lærisveinum sínum að vera við
því búnir, að þekking ókominna tíma feldi margt úr
gildi, sem nú væri talið mikils um vert, og að sann-
leikanum yrði menn að lúta, hve óþægilega sem
hann kynni að reka sig á eldri skoðanirnar.
Flestum mönnum, sem til þektu, mun hafa verið
það ráðgáta, hvernig síra Friðrik fékk lesið svo
mikið, sem raun varð á, meðan hann var prestur
Dakótasafnaðanna, með því óhemjumikla starfi, er á
hann lagðist þar sem prest. En út úr þeim lestri
kom hann mjög breyttur. Þessi íhaldssami guðfræð-
ingur hafði fengið víðtæka þekkingu á rannsóknum
nútímans, þeim er að trúmálunum lúta, hafði í raun
og [veru lirist af sér alla kenningaklafa og var orð-
inn frjáls maður«. — —
»Þegar síra Friðrik tók að láta uppi hinar nýju
skoðanir sinar, tók að hvessa. Og kynlegast var það,
að hvassviðrið kom úr tveim áttum.
Síra Jón Bjarnason og þeir, sem lionum fylgdu,
brugðu honum um, að hann væri genginn af trúnni
og töldu hann óhæfan til þess að vera prest — að
minsla kosti innan kirkjufélagsins. Sérslaklega var
honum brugðið um það, að hann væri ekkert annað
en Únítar. En Únílarar vóru engu betri í hans garð.
Eg liefi í ritlingi mínum »Vesturför« lýst lauslega
málfundi, sem Únítarar stofnuðu til á Gimli 1907 út
af erindi, sem síra Friðrik hafði flutt á kirkjuþingi
þá um sumarið. Hann hafði þar mælt með umburð-