Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 161
-Andvari.]
Vitakerfl íslands
141
miklu umferð fyrir þennan stað, og eins alla þá
mergð af fiskiskipum, sem er að veiðum um allan
Húnaflóa fyrir norðan Gjögur. Öll þau skip, sem
stödd eru á umgetnu svæði, leita einatt fyrir »Horn«
undan ofviðrum, en sjaldan eða aldrei inn í flóann,
nema þau liafi verið örskamt undan, þegar veðrið
skall á. Fyrir Horn er sett og reynt að bjarga lííi
og limum, þótt það sorglega, því miður, haíi þrá-
sinnis komið fyrir, að það liafi ekki tekist, en skip
og menn týnst með öllu, einhversstaðar undan
Ströndum. Að fara að rifja þau slys upp hér, gerist
óþarft; þau eru alkunn, frá því fyrsta að nokkur
sigling og fiskveiðar hófust fyrir Norðurlandi, eink-
um hákarlaveiðar, því að það má svo segja, að
meiri eða minni slys hafi orðið þar á hverju einasta
ári undanfarin 40 til 50 ár.
Það, sem hér hefir verið sagt af þessum alkunnu stöðv-
um ætti að nægja til þess, að farið væri eitthvað að
hugsa fyrir vita í grend við Hornbjarg og það sem
fyrst, ef vera kynni, að það gæti framvegis forðað
og varið siglingaleiðina þeim liættum, sem yfir henni
hafa vofað á þessum slóðum. — Það er því tillaga
vor, að þarna sé hið fyrsta bygður skýr og góður
viti, sem lýsi minst 20 sjómílur.
2. d) Viti á Krossnesi við Grundarfjörð: Frumvarp-
ið gerir ekki ráð fyrir neinum vita við Grundarfjörð.
En það er einróma álit »Öldunnar« og þeirra manna,
sem mikið hafa siglt um Breiðafjörð, að þar sé óef-
að mesta nauðsyn á góðum vita, einmitt vegna legu
fjarðarins.
Um hana er það að segja, að fjörðurinn er og
hefir verið þrautalending allra siglinga, að og frá
Breiðafirði. Þangað er allan ársins hring leitað und-