Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 123
Andvari].
Framþróunarkenningar
103
að einstaklingar tegundanna hafa tilhneigingu til
þess að sækja ýmist kosti eða ókosti langt fram í
ættir, sem legið hafa niðri í ættinni um marga ætt-
liði. Eða þá hitt, sem Galton hinn enski hefir leitt í
ljós, að þær smábreytingar, sem einstaklingarnir fá,
og Darwin áleit, að söfnuðust saman og yrði arf-
gengar, þær eru alt af í jafnvægi í tegundinni; þær
komast aldrei út fyrir viss takmörk, sem bundin eru
við eðli tegundarinnar.
Eitt meðal annars, sem Galton sýndi fram á, var
það, að smávaxnir foreldrar eignast til jafnaðar
slærri börn — miðað við fullorðinsár — en þeir eru
sjálfir, en aftur eignast stórvaxnir foreldrar minni
afkvæmi en þeir eru sjálfir. Þar kemur fram eins og
tilhneiging einstaklinganna til þess að falla að með-
alhæð ættarinnar, eða þjóðarinnar. En hún er talin
á Englandi 67,5 enskir þumlungar. Hæð foreldra og
barna þeirra var mæld, svo þúsundum skifti, og síð-
an var meðalútkoman tekin. Foreldrar, sem til jafn-
aðar vóru 64,5 þuml. á hæð áttu börn, sem til jafn-
aðar reyndust 65,8 þuml. En þegar meðalhæð for-
eldranna var 68.2 urðu börn þeirra að meðaltali
jafn há. Aftur á móti vóru börnin aðeins 69,9 þuml.
há, ef foreldrarnir vóru 71,5 þuml. á hæð. Sama
varð niðurstaðan á hlutfallinu milli foreldra og af-
kvæma dýra þeirra, sem mæld vóru. Niðurstaðan
hjá Galton var alt af regluföst. Þetta kallar hann
»afturhvarfslögmál«. — Það styður eigi Darwins- eða
Lamarcks framþróunarkenningar eða tilgátur, heldur
andmælir það þeim kröftuglega, ásamt mörgu öðru.
Nú sem stendur eru það einkum þrjár kenningar
viðvíkjandi framþróunarhugmyndinni, sem eru uppi
og hafa meira eða minna fylgi. Fað er Darwins-