Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 16
XII
Sira Friðrik J. Bergmann
[Andvari.
arlyndi og bróðurhug með þeim mönnum, sem mis-
munandi skoðanir hafa á trúmálum, og varað við
öllum ofbeldistilhneigingum, Ræðumenn Únítara létu
mjög ófriðlega út af þessu erindi.
Svo sem flestum er kunnugt, lauk starfi sira Frið-
riks svo í kirkjufélaginu, að hann sagði sig úr því
á kirkjuþingi 1909 (ásamt nálægt þriðjungi kirkju-
félagsmanna). Sumir hafa láð honum það, hafa litið
svo á, sem hann hefði heldur átt að bíða átekta
innan kirkjufélagsins, menn hefði aldrei dirfst að
reka hann þaðan, en að hinu leytinu mjög mikið í
húfi við sundrunguna, bæði fyrir luistni þjóðar vorr-
ar vestra og viðhald íslenzks þjóðernis þar. Úvi að
hvernig sem menn líta að öðru leyti á kirkjufélagið,
verður við það að kannast, að það hefir verið öfl-
ugastur vörður þjóðernis vors í Vesturheimi. Eg veit
vel, að þar var úr vöndu að ráða. En eg tel mjög
hæpið, að nokkur samvinna síra Friðriks við kirkju-
félagið hefði getað blessast, með þeim anda, sem
þar var kominn inn, enda samþykt sú, sem samþykt
var af kirkjufélaginu, bersýnilega framkomin í því
skyni að flæma hann úr því«.----------
Um deilumál þessi ritaði hann bók þá, er hann
nefndi »Trú og þekking« og er af sumum talin merki-
legust af ritum hans. Annað trúmálarit gaf hann út,
er nefndist »Eina lífið«, safn af prédikunum.
Annars teljum vér það skaða, hve mikið af líma
og kröftum síra Friðriks fór að forgörðum í trú-
málaþrefi landa vorra vestra. Þjóðerni voru hefði
verið stórum gagnlegra, ef hann hefði fengið varið
ævi sinni meir til annara ritslarfa. Að vísu liggja eftir
hann allmikil ritverk, meira og minna óháð trú-