Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 69
(Audvari.
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
49
fyrir á hinum staðnum. Þar er líka nóg vatn skamt
frá (Hlíðarvatn). Sá galli er á, að Herdísarvík er nú
tæplega innlendra manna eign.
Eg hefi nú stuttlega minst á þá staði milli Voga-
stapa og Þjórsáróss, þar sem fiskiskipalægi eru, eða
menti helzt hafa augastað á að gætu orðið, og þá
einkum hafnir fyrir mótorbáta á ýmissi þeirri stærð,
sem þeir eru nú tíðast á eða munu verða í næstu
framtíð. Þelta hefi eg gert af því, að þörfin á þess
konar höfnum — fiskihöfnum — fer sívaxandi, eftir
því sem mótorbáta-útvegurinn eykst. Að vísu eru nú
góðar hafnir fyrir allskonar fiskiskip við innanverð-
an Faxaflóa, í Reykjavík, Hafnarfirði og jafnvel
Skerjafirði. En þaðan verður yfirleitt of langt að
sækja á fjarlægari miðin á milli Reykjaness og Snæ-
fellsness, hvað þá lengra, á skipum, sem ekki geta
verið úti á rúmsjó í öllu veðri, orhinum minni mó-
torbátum, sem verða helzt að leita hafnar á hverju
kveldi, hinn stormsamari tíma ársins, eða á veturna.
Ólíkt betra væri líka aðstöðu fyrir halTær fiskiskip
að sækja á Selvogsbanka úr höfn austan Reykjaness,
en úr innanverðum Faxaflóa. Af þeirri ástæðu væri
óneitanlega mikil þörf á fullkominni vetrarhöfn fyrir
hailær fiskiskip (botnvörpunga og stóra mótor- og
seglkúttara) á Suðurströndinni, milli Reykjaness og
Þjórsáróss.
En svo eru smærri skipin. Fyrir þau þyrftu vetr-
arhafnir að vera helzt tvær á nefndu svæði fyrir
austan Reykjanes, ein á svæðinu milli Reykjaness
og Garðskaga, eða þá sem næst Garðskaga, og ein á
Snæfellsnesi utanverðu. En væru komnar hafnir á
þessum stöðum, þá yrðu þær ekki eingöngu vetrar-
hafnir, heldur mundu og frá þeim verða stundaðar
Andvari XLIV. 4