Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 54
34
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
[Andvari.
hafnarvíkinni (en stórsíldar hefir aldrei aldrei orðið
þar vart, þólt reynt hafi oft verið með ýmiskonar
riðli) og samkvæmt þeim upplýsingum, sem eg fékk,
og eg gat um, ef til vill líka stórsild (hafsíld) úti á
djúpmiðum, svo mikil, að það mundi getað borgað
sig, að veiða hann í stærri stýl í reknet. En þessar
litlu tilraunir, sem mótorbátarnir hafa gert með einu
eða tveimur reknetum hver, geta ekki geíið neina
fullnægjandi hugmynd um, hve mikil síldarmergðin
kann að vera.
Um þetta leyti var nú sláttur almenl að byrja
austanfjalls og hæltu róðrar þá að mestu; var því
ekki eftir neinu að bíða fyrir mig, enda liafði eg
fengið það sem eg helzt óskaði og þurfti: að fá gögn
til þess að ákvarða aldur á ýsu og lýsu og að kynna
mér og rannsaka sumaraflann af Selvogsbanka. Eór
eg því heim, eins og áður er sagt.
Stórstraumsfjörurnar siðustu dagana, sem eg dvaldi
á Bakkanum notaði eg til þess að rannsaka dýra-
lífið í skerjunum, sem eins og kunnugt er, eru þar
með allri ströndinni, milli ósa Þjórsár og Ölfusár.
Skerin eru flöt og breið, með lægðum, lónum og
sundum á milli og ná 1 — 2 km. út frá stórslraums-
flóðs-borði, og víða ekki hærri en það, að þau eru
svo að segja algróin þara, sölvum eða þangi; þannig
eru skerin, sem verja skipalegumar á Stokkseyri og
Eyrarbakka. Skerin eru yzta brún hinna víðlendu
gömlu hrauna, sem liggja undir öllum neðri hluta
Flóans, og eru því mjög laus í sér og brunninn, en
standast þó hafrótið ágætlega og eru því ómetanlegur
varnargarður fyrir Flóann, enda þólt þau verji ekki
kauptúnin vel í stórflóðum. Á milli skerjanna er
sandur, sem að miklu leyti er vikursandur, sein árn-