Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 167
Andvari.l
Vitakerfl íslands
147
inu 35. Margir þeirra verða auðvitað að eins mjög
smáir og því ekki mikill kostnaður við bygging
þeirra; en safnast þegar saman kemur og fé, ef til
vill, af skornum skamti, og því getur svo farið, að
hún (bygging smávitanna) geti dregið úr bygging
nauðsynlegra útvita, að þeir verði að sitja á hakan-
um um lengri tíma. Til þess að fyrirbyggja, að þetta
geti komið fyrir, þá lítum vér svo á, að sjálfsagt sé
fyrst að ganga vel frá öllum útvitum, og þar næst
— en ekki fyrr, nauðsynlegustu smávitum.
Að svo stöddu teljum vér því heppilegast, að eng-
in föst framtíðaráætlun sé um það gerð, hvenær
þessir smávitar sé bygðir, en þó sé á hverjum fjár-
lögum ákveðin einhver fjárhæð til smávita á þeim
slöðum, þar sem þörfin er mest, en úr því skeri
stjórn Fiskifélags íslands og vitamálastjóri í samein-
ingu. Einnig teljum vér rétt, að samdar sé fastar
reglur og skilyrði fyrir slíkum fjárveitingum, svo sem
um viðhald og allan rekstur vitanna.
Þá viljum vér að síðustu með örfáum orðum rifja
upp fyrir oss þær tillögur og breytingar, sem vér
höfum leyft oss að benda á, einkum það, sem snertir
stærri vitana, eða þá, sem vér ýmist köllum aðal-
vita eða landtökuvita. Til allra þessara vita viljum
vér vanda svo sem auðið er, og gera þá svo úr garði
bæði að Ijósmagni og öðrum úlbúnaði, eins og tíðk-
ast hjá nágrannaþjóðunum. Að þeirra dæmi vildum
vér fara um alla vitagerð yfir höfuð, þar sem vér
vitum, að þar er þegar fyrir löngu fengin margföld
reynsla fyrir því, hvernig slíkir vitar verða að vera
úr garði gerðir.
Þá höfum vér lagt það til, að allir aðalvitar hafi
*10