Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 131
Andvari.]
Framþróunarketiningar
111
útbreitt þessa kenningu, og nokkrum sinnum hafa
þeir þózt flnna milliliði milli manna og dýra.
Margir kannast víst við »Java-hauskúpuna« ásamt
lærlegg, sem ferðalangur nokkur fann 1890. Alllangt
var milli leggsins og hauskúpubeinanna. Þetta köll-
uðu Darwins-sinnar leifar af »mannapa«, eða milli-
lið milli manns og nútíðarapa. Bein þessi vóru skoð-
uð af vísindamönnum í Leyden 1895, og þeir vóru
fleiri þar, sem neituðu því, að hér væri um »mann-
apa«-bein að ræða. Nokkru síðar vóru þau skoðuð
á náttúrufræðingafundi í Berlín og þar fengu þau
sömu útreiðina. Sumir Darwins-sinnar vóru reiðir
mjög út af þessum dómi gætnustu mannfræðinga. —
Hinn heimsfrægi h'ffærafræðingur, Kollmann, ákafur
Darwins-sinni, var þó einn í hóp þeirra manna, sem
kváðu upp dauðadóminn yfir apamanninum — frá
Java. — En þrátt fyrir þetta má sjá það í ýmsum
alþýðuritum, að þessi Javabein eru notuð Darwinsk-
unni til styrktar.
Um tíma var »Jómfrúin frá Iíamburg« talin ein-
skær milliliður milli manna og apadýra. Það var
falleg hauskúpa af ungri stúlku, sem sýnd var á al-
þjóða-vísindafundi í Stokkhólmi. Schaaffhausen hélt
því fram, að þarna væri »ekta« milliliður milli manna
og dýra fundinn, en við nákvæma rannsókn kom
annað í Ijós. Virchow og fleiri færðu sannanir fyrir
þvi, að hauskúpubein þessi hefði afmyndast af bein-
sýki, sem kallast »kretinisme«. Sá kvilli hefir átt
heima í Þýzkalandi frá elztu fornöld. Þaðan vóru
þessi bein. En lengi lifði jómfrúin frá Kamburg með-
al Darwins-sinna, og alþýðumennirnir, sem hölluðu
sér að lífsskoðun Darwins, sungu lengi þessari ætt-
móður sinni lof og dýrð.