Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 55
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
35
ar hafi borið fram til sjávar, og sjórinn svo skolað
inn á milli skerjanna og upp á ströndina. Fyrir ul-
an fjöruskerin eru blindsker, sem brjóta liafölduna,
áður en hún nær fjöruskerjunum.
Dýralífið í skerjunum og á milli þeirra er mjög
fátæklegt, samanborið við það, sem vanl er að vera
í fjörunum á Reykjanesskaganum og stafar það af
því, að sjórinn er mjög vatnsblandaður. Vatnið úr
ánum til beggja handa skolast ýmist út eða austur,
eftir sjávarföllum og vindstöðu og blandar sjóinn;
auk þess berst með því afarsmágerð leðja‘(»mórilla«,
jökulleir), sem sezt á allan fjörugróður og gerir bann
mórauðan. Enn fremur kemur rauðablandað mýra-
valn víða upp í fjörunni og fylgir þar með töluverð
»okker«- eða járnoxýd-myndun. Alt þetta gerir fjör-
una óvistlega fyrir sjávardýr. í skerjunum næst sund-
unum var margt af marlló (Gammarus locustaj, óæðri
burstaormum (OligochœtaJ og þangdoppu (Littorina
obtusataj, og fátt eilt af klettadoppu (Lit. rudisj, ná-
kong (Purpura lapillusj og bogkrabba (Carcinus mœ-
nasj. í fremri skerjunum, fyrir utan lónin (höfnina)
voru yfirleitt bin sömu dýr, meira þó af bogkrabba
og svo í viðbót spretlfiskur.
Eg skoðaði bryggju Lefolii-verzlunarinnar ýtarlega,
en bún var alveg óetin (þar sem liún er úr tré),
enda getur tréætan ekki þriíist í þeim vatnsblandaða
sjó, sem um bryggjuna skolast daglega.
Aða kvað vera nokkur í skerjunum, en eg varð
hennar eklci var; krœklingur er enginn og sezt held-
ur ekki á báta, sem fljóta á lónunam. Sandmaðkur
er nokkur, þar sem sandur er. í Eyrarbakkasjónum
verður að sögn vart við kúskel, en ekki í Stokkseyr-
arsjónum; þar er leirbotn mjög blautur.
*3