Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 45
Andvari.]
Stjórnarbylting á skólasviöinu
25
uðutn borga, hve miklum hluta allra útgjalda er
varið til mentunar. Hve miklu á mann. Hve miklu
á hvert barn, sem gengur í skólana. Hve miklu af
öllu skólafénu er varið til hvers einstaks atriðis.
Hve miklu sé varið til menta samanborið við allan
auð staðarins. Árangur af kenslu í samanburði við
kostnað. Verð skólahúss samanborið við ágæti þess.
Af öllum þessum samanlmrði hefir auðnast að finna
meðallags kostnað hvers einstaks atriðis. Ef kostn-
aður á einhverjum stað er mjög frábrugðinn meðal-
lagi, er orsök til að spyrja um ástæður fyrir því.
Oft fer árangur skólastarfsins eftir þvi, hve kostnað-
urinn til skólans er mikill. Ekki getur þó lieitið, að
það sé regla; því að mjög oft er þar ekki samræmi
á milli. Allra dýrustu skólahúsin fá stundum mjög
lága einkunn, þegar gildi þeirra er mælt, af því að
þar hefir enginn uppeldis sérfræðingur verið með í
ráðum við bygginguna. Hægl er að íinna tvö skólakerfi,
þar sem annað þeirra eyðir meira fé lil kenslumála
tiltölulega en hefir þó minni árangur af skólastarfinu.
Af þessu sést, að aðalspurningin er ekki, hve miklu
fé er varið til kenslumála, heldur, hvernig fénu er
varið.
Eftir niðurstöðunni, sem kemur í ljós við allar
þessar mælingar og samanburð, er auðvelt að raða
borgum, skólum, bekkjum, kennurum og nemendum,
eftir því hve framarlega er staðið. Er ávalt betra að
vita sannleikann, jafnvel þótt beiskur sé, heldur en
að vera ánægður með ilt ástand, af því að maður
heldur, að það sé betra en það er. Aftur á móti er
hugsanlegt, að menn sé óánægðir með gott ástand.
Er þeim þá uppörfun að íinna, að þeir eru á réttri
leið.