Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 157
Aiulvari.]
Vitakerfi íslands
137
óákveðinn tíma. Nauðsyninni þarf ekki að lýsa, hana
þekkja allir. — Frá Eyjafirði og Siglufirði er síld-
veiði sumarmánuðina júlí, ágúst og fram í septem-
ber rekin af miklu kappi. Hundruð skipa og báta
eru gerð út frá þessum stöðum, og er því hver dag-
ur dýr, sem úr fellur, þessum mikla fiskiílota, af
hverjum ástæðum sem það er. Oftast mun það hafa
verið vindur, sem að öllu samanlögðu hefir valdið
landlegudöguin hans, en þó eru þess dæmi, t. d.
1916, að þokur og dimmviðri teptu svo að segja
allan þenna mikla fiskillota frá veiðum og það í
bezta veðri í stöðuga viku. Hið fjárhagslega tjón,
sem af þessu hlýzt, er gífurlegt og að ekkert sé gert
til þess að afslýra því, er að vorum dómi óafsakan-
legt. — Pað sem því þarf að gera, og það strax, er
það, að byggja þokulúðurstöð á háðum þessum stöð-
um. Vér leggjum því til, að fyrstu þokulúðurstöðvar
sem bygðar verða, sé reistar á Hrisey og á Siglunesi.
Þokulúðurstöð á Langanesi: Vér Iítum svo á,
að fjórða i röðinni ætti að verða stöð á Langanesi,
bæði vegna legu sinnar og hinna miklu siglinga um
þær slóðir. Þokur eru þar injög tíðar og straumar
miklir, sem áður en varir hafa borið skip langar
leiðir af réltri leið. í*á eru enn fremur allmiklar
segulskekkju-truflanir hæði á Héraðsfióanum og kring
um sjálft nesið.
Pokulúðurstöð á Mýratanga í Meðallandi: Ef ein-
hverntíma verður bygður viti á þessum afarhættu-
lega stað öllum siglingum, þá teljum vér jafnsjálf-
sagt, að þar verði sett þokulúðurslöð, sem verði sú
fimta í röðinni, af þeim slöðvum, sem hygðar verða.
Astæðan fyrir því, að þessi tillaga er gerð, er ekki
sú, að þarna sé mjög þokusamt, heldur er þar svo