Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 115
Andvari.]
Framþróunarkenningar
95
ið, en eigi hina ytri líkingu, sem í íljótu áliti sýnist
milli fósturtegunda.
Annar fósturfræðingur C. Vogt, gamall ákveðinn
Darwinssinni, heldur fram líkri skoðun. Hann segir,
að ekkert fóstur af ákveðinni hryggdýrategund líkist
á nokkrum tíma tilveru sinnar, fóstri, sem er af ann-
ari tegund hryggdýra. Og Spetzer talar í sama anda.
Hann segir, að öll líking á fóstri hinna ýmsu hrygg-
dýra, sé mjög óákveðin og tvíræð, það sé ráðlegast
að byggja eigi framþróunarkenninguna á fósturfræð-
inni. Og BischolT fósturfræðingur heldur líku fram.—
Hann segir, að margvíslegur munur sé á frjóvgunar-
eggjum manna og dýra.
’Á náttúrufræðingafundi í París 1905 var meðal
annars rælt um þetta mál. Hinn heims-kunni nátt-
úruspekingnr Berthelot efaðist mjög um samsvaran
fóstursögunnar og líftegundarsögunnar, eða um gildi
hins svo nefnda »Serres-lögmáls«. Hann taldi það
eigi sannað, né vel skiljanlegt, að fósturmyndunin
eða breyting þess væri stytt endurtekning af lifssögu
tegundanna frá fyrri öldum, eins og Darwinssinnar
héldu fram. Benti hann á, að breytingar fósturmynd-
unarinnar á vissu stigi sé mjög hraðar, en svo
komi langur kaíli, sem engin breyting verði á skapn-
aði fóstursins. Hann lílur því svo á, að þeir menn,
sem annars fylgi Serres-lögmálinu ætti að taka þess-
um sannreyndum sem sönnun fyrir því, að tegund-
irnar væri framkomnar við stökkbreyting (Mutation)
en eigi eftir kenningu Darwins.
Eg bið lesarann að liafa þessi orð í minni, þegar
minst verður á kenningu Hugo de Vries um teg-
undainyndun með stökkbreytingu.
Svo má nú athuga hina aðalstoð Darwinskenning-