Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 126
106
Framþróunarkenningar
[Andvari.
sannreynd og á svo djúpar 'rætur í meðvitund manna
langt aftur í tímann, frá einni vísindamanna-kyn-
slóðinni til annarar. En hitt geta menn lengi deilt
um, hvernig þessi framþróun dýra og jurta hefir
orðið, hvert sé insta eðli hennar, hvaðan hún sé
runnin og að hverju marki hún stefni.
Geta ber þess, að sumir vísindamenn vilja reyna
að sameina stökkbreytinguna við kenningu Darwins
eða þá Lamarcks. Þeir láta sér lynda að trúa því,
að einungis nokkrar líftegundir komi fram við stöklc-
breyting en aðrar fyrir náttúruvalið. En eigi finst mér
það sennilegt, að sumar líftegundir sé til orðnar
með stökkbreyting, en aðrar eftir öðrum náttúrulög-
um.
Það er býsna erfitt að skilja framþróun dýra og
jurta, nema með því að aðhyllast kenningu Hugo
de Vries um skyndilega framkomu nýrra tegunda,
við snöggar og samfeldar breytingar. Hugsanlegt er,
að þessar snöggu breytingar stafi að einhverju leyti
af breylingum, sem verða á umhverfi tegundanna.
Steingervingafræðin bendir á, að það sé tiltölulega
stuttur tími, sem tegundabreytingar eigi sér stað, en
svo komi löng tímabil á eftir, sem þær breytist ekk-
ert. Þessi skoðun kemur eigi einungis vel heim við
jarðlaga- og forndýrafræðina, heldur einnig við fóst-
urfræðina eða í fullu samræmi við þroska fóstursins
meðal hryggdýrategundanna.
Af þessu, sem þegar er sagt, er það engin íjar-
stæða, að hallast að kenningu Cuviers að vissu leyti,
enda eru nú margir menn eigi eins fjarlægir lienni
og margir vóru meðan úrvalskenningin réð yfir hug-
um ílestra. það sem Cuvier lagði mesta áherzlu á
var það, að eins oft hefði jarðbyltingar átt sér stað