Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 168
148
Vitakerfl íslands
I Andvari*
stöðuga gæzlu. Þessi lillaga vor virðist sumum að
sjálfsögðu nokkuð kynleg, eða blátt áfram óþörf, því
að engum muni geta það til hugar komið, að slíkir
vitar sé gæzlulausir.
Nú er því samt svo farið, að oss er eigi grunlausl
um, að vitamálastjórinn ætli sér að leggja það til,
að t. d. vitarnir á Straumnesi og Akranesi verði
gæzlulausir. Báðir þessir vitar eru svo nauðsynlegir,
að óhætt mun að fullyrða, að það mundi hvergi
þolast, þar sem vitagerð á annars að vera í nokkru
lagi, að vitar á jafnfjölfarinni siglingaleið væri gæzlu-
lausir. AUir vita, hvernig veðráttu hagar hér á landi,
einkum að vetrarlagi. Umhleypingar með gaddhörk-
um, byljum og þíðvindum eru hér mjög tíðir, og má
því á hverri stundu við því búast, að gaddur og
snjór hylji mikinn hluta af vitaljósinu, hvernig sem
um er búið. Órækust sönnun fyrir því, að þetta eigi
sér þrásinnis stað, er umsögn vitavarðanna, en hún
er sú, að erfiðasta, og um leið versta verkið við vila-
gæzluna sé, það að verja ljóskerið gaddi og snjó.
Af þvi, sem hér hefir verið bent á, þá ætti það að
vera nokkurn veginn augljóst, að gœzlulaus aðalviti
er stórhœttulegur öllum siglingum, ef það kemur fyrir
að ekki sést til hans um lengri eða skemri tíma, en
við því má búast á hverri stundu, ef hans er ekki
gætt. Það er því óafsakanlegt kæruleysi og fífldirfska
að láta það viðgangast, að nokkur af þeim aðalvit-
um og útvilum, sem vér höfum bent á hér að fram-
an, sé áætlaðir gæzlulausir; þeir heimta skilyrðislaust
allir fastagæzlu, svo framarlega, sem þeir eiga að vera
boðlegir siðuðum þjóðum.
Pað sem hér hefir verið sagt tillögum vorum lil
stuðnings, látum vér nægja að svo stöddu, en leyfum