Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 42
22
Stjórnarbylling á skólasviðinu
[Andvari.
að framförin á einhverju sviði er frámunalega góð
eða frámunalega léleg, þá bregður það jafnan upp
spurningunni: »Hvað veldur?« Svarið er fundið með
fjölda rannsókna; og afleiðingin er dýrmæt reynsla,
'sem breytir aðferðum og ástandi skólanna.
Samanburður á árangri skólastarfsins verður jafn-
an tilefni til kepni. Nemendur keppa við sjálfa sig.
Sumir mælikvarðarnir eru þannig, að börnin geta
notað þá sjálf, er þeim þá áhugamál að láta fram-
förina fara vaxandi fremur en minkandi. Oft keppa
bekkirnir hver við annan og einnig deildirnar. Marg-
faldar það kepnina og ánægjuna af henni, þegar
margir hjálpast að, til að ná sama markinu. Vafa-
mál er, hvort skólinn á nokkurt betra ráð til sið-
ferðisbóta en slíkt kapp, þar sem einstaklingurinn
gleymir sjálfum sér af áhuga fyrir sameiginlegu keppi-
kefli. Er þá ógerðar metingur milli einstaklinga bor-
inn fyrir borð. Er það vel farið, því að fátt er betur
lagað til að ala einræningsskap og sjálfselsku.
Þá er samanburður á kennurum. Hér kemur það
viðkvæmasta og vandasamasta í öllutn þessum mæl-
ingum, og krefur það mikillar varúðar fremur öðru.
En eitthvað þarf námstjórinn að hafa til að byggja
á. Hann þarf meira en að vera sannfærður sjálfur
um afrek kennaranna. Hann þarf að geta sýnt það
svart á hvítu, hvað þeir hafa afrekað, svo að af-
burða frammistaða verði verðlaunuð, og öðrunt þann-
ig gefin hvöt til endurbóta. Margt hefir verið gert,
til þess að búa til mælikvarða er lagður yrði á á-
gæti kennaranna, en varhugavert mun flest af því
reynast, nema sú aðferð ein, að dæma þá eftir þeirri
breytingu, sem verður á börnunum undir hendi
þeirra. Er ástand þeirra mælt, er þeir taka við þeim,