Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 36
16
Stjórnarbylting á skólasviðinu
|Andvari.
sá að trúa sjálfur á ósigurinn. Þegar skólinn hefir
annast uppeldi barnanna og afhendir þau þjóðinni,
þá á hún að spyrja fyrst af öllu: Hvað hefir þú gert
við áhugann, sjálfstraustið og sjálfsvirðinguna? Hefir
þú leyft þessum vængjum að vaxa, eða hefir þú
klipt af þeim?
Við rannsóknirnar kemur það í Ijós, að þessi sein-
færi flokkur er oft sem svarar tólf til fjórtán af
hverju hundraði. Svipaður að stærð er frábæri flokk-
urinn, og þó oftast nokkru minni, vegna þess, að
þótt jafnmargt fæðist af frábærum og seinfærum
börnum, þá flytst jafnan nokkuð niður i seinfæra
flokkinn úr aðalflokknum af veikindum og öðrum
ástæðum. Aftur á móti verða ekki meðalbörn gerð
að afburða börnum.
Leiðtogar þjóðarinnar í framtíð eru einkum í flokki
barnanna, sem eru afburða gáfuð. Það er því sérstök
þörf á að þau fái uppeldi miðað við einstaklings
þarfir þeirra og bæfileika, en það verður ekki, ef
þeim er raðað af handahófi með einhverjum af jafn-
öldrum sínum. Sumir af þeim eru oftast afar-sein-
færir, og verður kennarinn að helga þeim megnið af
tímanum, ef þeir eiga að komast nokkuð áfram. Það
verk, sem ætla má bekknum með tilliti til þeirra
seinfæru, kostar svo sem engan tíma né fyrirhöfn af
hendi þeirra frábæru; námsbækurnar, sem þeim eru
ætlaðar yfir veturinn, geta þeir farið yfir á fáum
dögum; þegar þeir hafa rent augunum yfir »lexíuna«,
þá vita þeir, hvað hún hefir að geyma. Hvað eiga
nú þessi afburða börn að gera með tímann? Þau
eru vanalega öðrum börnum fremur full af fjöri og
lífsþrótti. Er nú ekki synd að heimta, að þau sitji