Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 121
Andvari.]
Framþróunarkenningar
101
kvendýrið vissan tíma ársins, og stundum altaf, t. d.
sumar fuglategundir. Þetta hefir áhrif á makavalið,
segir Darwin. Mismunur á útliti karlkyns og kven-
kyns hefir mikil áhrif á breyting tegundanna, að
hans áliti. Þetta kann ef til vill að ná til ein-
stöku fuglategunda; þó efast margir um það. Eigi
getur makavalið haft neina þýðingu með fiskum og
skriðdýrum, og eigi þeim tegundum, sem hafa kyn-
lausa æxlun; en það er mikill meiri hluti allra lægri
dýra og jurta. Yfirleitt sjá fiðrildi illa og þau eðla
sig að nóttunni. Eru því litlar líkur til þess, að hinn
mikli fegurðarmunur, sem oft er á karlkyni og kven-
kyni, hafi áhrif á makaval þeirra.
Sumir fagrir litir dýra sjást eigi meðan dýrið lifir,
t. d. skeldýr. Skelin, sem silfurfiskurinn lifir í, er
einn hluti af líkama hans; hún er oft undrafalleg að’
innan. Sama er að segja um hinar óteljandi örsmáu
lífverur sjávarins, ýmsra tegunda. Þau hafa flest ó-
viðjafnanlegt litskrúð og skapnað. Þessi dýr eru flest
einfruma verur, sjónlausar og kynlausar. Til hvers
er þessi dásamlega fegurð þeirra og hvaðan stafar
hún? — Sé þörf á að skreyta þessar lægstu lífverur,
án þess það styðji makaval þeirra, sem ekkert er,
þarf eigi að undra, þótt hlómin og fiðrildin klæðist
skrúða, það er máske einhver þörf fyrir fegurðina í
náttúrunni, — hvað sem darwinsku makavali líður.
— Og það er oft allmikill fegurðarmunur á karl-
kyni og kvenkyni fiskanna, t. d. hornsíli og hrogn-
kelsi. En þetta getur eigi haft áhrif á makaval fisk-
anna, af eðlilegum orsökum, sem hvert skólabarn
þekkir.
Darvin hefir einnig stutt kenningu sína við kyn-
bætur og ættgengi, við kynbótatilraunir sinar og ann-