Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 17
Andvari.l
Síra Friðrik J. Bergmann
XIII
máladeilunum og munu þau lialda nafni hans lengi
á lofti.
Árið 1900 ferðaðist hann heim lil íslands og gaf
siðan út ferðasögu, er hann nefndi »ísland um alda-
mótin«.
Hann gaf út mánaðarritið »Breiðablik« frá árinu
1906 til 1914. Er það einkar vandað að öllum frá-
gangi, fróðlegt og vel ritað. Vann ritið sér mikla
hylli frjálslyndra manna, sem bezt má marka af því,
að Stephan G. Stephansson skáld birti þar oft kvæði
sín hin síðari árin.
»Vafurlogar« komu út 1906. Er sú bók safn af
fyrirlestrum um islenzk efni, og helgar hann bókina
lærisveinum sínum við Wesley College. Fyrirlestrar
þessir lýsa skáldlegri ritsnild og ættjarðarást. í for-
málanum fer höfundurinn þessum orðum um bókina:
»Pað þarf mikla djörfung til að hleypa þessari litlu kænu
af hlunnum. Alt, sem hún heíir að færa, eru smáerindi, er
flutt hafa verið síðustu flmm ár við ýms tækifæri og á ýms-
um stöðum, þegar eitthvað hefir þurft að segja til skemt-
unar fólki. En þá er tími oft naumur og undirbúningur af
skornum skamti. Oft hefir verið talað um sama efni á
ýmsum stöðum og með löngu millibili og hefir þá smá-
hlaðist utanum fyrsta köggul. En aldrei hefir tími verið
nógur til að gera góð skil og fegra og fægja sem skyldi.
Samt er höf. nú svo djarl'ur að láta fugl lljúga úr hreiðri
í þeirri von, að liann kunni að kvaka einhverjum til á-
nægju, en engum til ama.
Bókin er ofurlítið sýnishorn þess, um hvað höf. hefir
verið að hugsa og ræða á sýknum dögum síðustu ár. Hann
sættir sig við að skipa óæðra bekk í bókmentaskálanum
íslenzka. Hann fagnar yfir öllum »máttugum« orðum, er
þeim eru geíin, sem lengra eru í listinni komnir. En siðum
langar hann ekki að spilla, né villa um fyrir nokkrum.
Hann hefir ekki nema lítinn eirpening og ófélegan að leggja
í bókmentasjóð þjóðar sinnar. En hversu lítið gildi, sem