Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 103
[Andvari.
Fiskirannsóknir 1917 og 1918
83
Seiðunum var ekki öllum slept við klakstaðina,
eins og oftast hefir verið gert áður, heldur voru þau
flutt út um vatnið, til og frá, og látin á stórgrýti og
holótt grunn nálægt löndum, eða eins og hér segir:
Úr Garði var flult úr 4 kössam lengra út með land-
inu og slept þar, úr 2 kössum í Skútustaðatjörn, úr
2 út að Reykjahlíðarlandi og úr 4 kössum út að
Vindbelgjar- og Neslandalandi. Úr kössunum frá
Geirastöðum var slept við landið þar, skamt ofan
við þar sem Laxá fellur úr vatninu. Frá Strönd og
og Vogum var seiðunum slept við klakstöðina.
1917— 18. Þessi vetur hefir litla sögu að segja af
klakinu, segir Stefán, því þrátt fyrir nokkura við-
leitni gerðist það ómögulegt að klekja út. Frostin og
tíðarvonskan á klaktímanum gerði alla vegi ófæra
til þess.
1918— 19. »Frjóvguð egg voru látin í 20 kassa,
segir Stefán í bréfi 17. febr. þ. á., og lifir það eg
veit í 15—16 og verður hráðum farið að sleppa út
úr sumum. Eg hefi því von um meðaluppskeru nú,
eða vel það ælti það að vera. Með mesta móti hefir
líka verið frjóvgað og látið í vatnið (án kassa) og
getur vel verið að beri ávöxt þó ekki sé hægt að
sýna«.
Svona er þá saga klaksins siðustu árin og virðist
mér hún bera vott um lofsverðan áhuga og þraut-
seigju, sem eg geri ráð fyrir að sé þegar farin að
bera ávöxt, því að nú ætti fiskurinn, sem klakinn
var hin fyrstu af þeim hér umgetnu árum, að vera
orðinn 6—7 vetra (samkv. aldursrannsóknum á Mý-
vatnsbleikjum), svo framarlega, sem hann hefir lifað
og vaxið líkt og náttúrlega klakinn íiskur, og eg fæ
ekki séð, hvers vegna hann hefði ekki átt að geta
*6