Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 160
140
Vitakerfi íslands
[Andvari-
hinum geigvænlegu blindskerjabálkum, sem fult er af
um þessar slóðir á margra mílna svæði. Það er því
tillaga vor, að gerður verði stór viti í Hjörsey, sem
lýsi minst 18 tii 20 sjómílur.
2. c) Viti austanvert við Hornbjarg: Frumvarpið
gerir ekki ráð fyrir neinum vita í grend við Horn-
bjarg; má það undarlegt heita um það andnes, að
það skuli hafa orðið svo útundan, þar sem þó að
nafninu til eru komnar einhverjar vitanefnur á hin
þrjú aðalandnes landsins. Vér lítum svo á, að ekki
inegi við svo búið standa, og þótt ekki sé hægt að
setja vitann á sjálft Hornið, vegna þess að það mun
vera ofhátt, þá verði samt að gera eitthvað til þess
að bæta úr þeirri brýnu nauðsyn, sem á því er, að
skip hafi eitthvað að treysta á að næturlagi, einkuin
þegar komið er að austan. Vér ætlumst til, að viti
þessi yrði bygður á bökkunum nálægt Drífandafossi,
á að gizka rúmar 4 sjóinílur suður og inn af Horni.
Vér viljum ekkert fullyrða, að þetta sé heppilegasti
staðurinn, en einhversstaðar þar í grend verður hann
að vera til þess að liann verði að svo miklu liði,
sem föng eru á, fyrir þann stað, sem hann er sér-
staklega ætlaður, en það er siglingunum og leiðinni
fyrir Hornbjarg.
Bæði Strauinnesvitinn og aðrir vitar á Vestfjörð-
um, þótt nauðsynlegir sé, mundu ekki hafa verið
látnir ganga fyrir vita á umræddum stað, hefði ekki
svo staðið á um vitastæðið, að það fékst ekki á sjálfu
bjarginu, heldur er það nokkurn veginn víst, að þar
hefði vili verið kominn fyrir löngu, ef til vill annar
eða þriðji viti, sein hér hefði verið bygður. Því til
stuðnings, að þessi staðhæfing sé ekki gripin úr
lausu lofti, þarf ekki annað en benda á alla liina