Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 116
96
Framþróunarkenningar
[Andvari.
arinnar, sem sé steingervingana í jarðlögunum o. s.
frv. Úrvalskenningin þarf á mörgum milliliðum að
halda, og sjálfur Darwin kannaðist við, að þeir fynd-
ist eigi, en hann vænti þess, að þeir mundu finn-
ast, þegar betur væri leitað í jarðlögunum. Siðan
eru nú liðin 60 ár og enn hafa eigi milliliðir fundist.
Að vísu kalla sumir Darwinssinnar margt milliliði,
sem aðrir, þar á meðal nafnkendustu forndýrafræð-
ingar, kalla hreinar, óbreyttar tegundir. — Það eru
einkum steingervingafræðingarnir, sem hafna hinni
gömlu milliliðatrú; þeir segjast hvergi finna milliliði,
þótt margar tegundir finni þeir, og mikinn einstakl-
ingafjölda af hverri tegund.
Jarðfræðingurinn F. Pfaff segir: »Hvar sem stein-
gervingar finnast, þá eru það eigi milliliðir, heldur
óbreyttar tegundir. Milliliðirnir ætti að vera algeng-
ari og meira finnast af þeim en óbreyttum tegund-
um«.
Á náttúrufræðingafundinum 1905 hélt René Bert-
helot fyrirlestur um framþróun líftegundanna. Þar
hélt hann því fram — og komu engin mótmæli frá
Darwinssinnum þar — að þrátt fyrir mikla fyrir-
höfn hafi menn í rúm 40 ár ekki fundið neina milli-
liði. Væri Darwinskenningin rétt, sagði hann, þá ætti
þeir að vera reglan en eigi undantekningar, því að
af milliliðum þyrfti samfelda röð milli tegundanna.
Þessi samfelda röð finst hvergi. Hvert jarðlag, segir
hann, sé auðkent af sérstökum dýra- og jurtateg-
undum, sem haldist hafa óbreyttar, meðan jarð'agið
var að myndast. Þessar óbreyttu tegundir telur hann
greinilega aðgreindar frá þeim tegundum, sem finnast
í jarðlögum, er liggja ofar eða neðar.
Á sama fundi hélt De Launay þvi fram að rann-