Andvari - 01.01.1919, Blaðsíða 18
XIV
Síra Friðrik J. Bergmann
lAndvari.
hann kann að hafa í sjálfu sér, gæti hann ef til vill ein-
hverjum auðnupeningur orðið og pað væri honum fyrir
mestu.
Hávaðamaður vildi hann ekki vera, heldur að eins lág-
mæltrödd, er hæglátlega talar í kvöldkyrðinni um þá liluti,
er betur mætti fara að morgni.
Vafurloga þóttust forfeður vorir sjá, þar sem fé var fólg-
ið í jörðu. Aðra elda þóttust þeir líka sjá, svo sem hræv-
arelda og mýrarljós, en þeir voru tál. En vafurloginn sagði
ávalt satt. Par sem hann lék yfir, vóru fjársjóðir fólgnir.
Erindi þessi benda á fáeina slika staði í bókmentum vor-
um, þar sem mikil hugsanaauðlegð liggur enn óno-tuð. Pess-
vegna vóru þau vafurlogar nefnd«.
Vér kunnum eigi að lýsa síra Friðrik betur, en
Einar Kvaran hefir gert í fyrrnefndri grein og leyf-
um oss því að taka upp orð hans:
»Síra Friðrik gat ekki án þess verið að miðla öðr-
um af sínum mikla þekkingar og andans auði. Fyrir
því varð hann mestur fræðari meðal íslenzkra manna
vestan hafs. Frá því er hann varð prestur og alt til
æviloka, var hann stöðugt að fiytja fræðandi erindi
um fjölda málefna, því að það var eins og hann
væri alstaðar heima«. — —
»Alt andlegt líf þjóðar sinnar lét hann sig mjög
miklu skifta, og um það bera ekki sízt rildómar
hans vitni. Þeir vóru rækilegri en flestra annara ís-
lendinga. Nærri því ævinlega vóru þeir ritaðir af
ríkum samhug með höfundunum og góðgirni til
þeirra. Ekkert var síra Friðrik fjær skapi en að vera
að leita vandlega að hinum og öðrum smágöllum og
tína þá til. Hilt málti ef til vill segja, að þeir væri
noklcuð einhliða. Því að eitt var það, sem hann leit-
aði að framar öllu öðru. Það var siðferðilegt gildi
ritanna. Fyndi hann það ekki, vöktu ritin lilla sam-