Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 8
8 12. september 2009 LAUGARDAGUR 1. Hvaða útrásarvíkingur hefur bæst í hóp þeirra sem höfðað hafa mál á hendur fréttastofu Stöðvar 2? 2. Hversu mörgum sófasettum var stolið úr verslun Patta ehf. í vikunni? 3. Hvað heitir gabonski leikmaðurinn sem slegið hefur í gegn með knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 HEILBRIGÐISMÁL Á annað þúsund manns hafa nú veikst af svína- flensu hér á landi að því er talið er. Frá 29. júní til 6. september voru skráð samtals 1.078 tilfelli með inflúensulík einkenni, eða stað- festa inflúensu, í rafrænan gagna- grunn heilbrigðiskerfisins. Þar af voru 492 karlar og 586 konur. Flest tilfellin eru í aldurshópnum 15 til 34 ára. Flest eru skráð á Vestur- landi og á höfuðborgarsvæðinu en fæst í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem faraldurinn sé fyrr á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og hann berist seinna út á land, að Vesturlandi frátöldu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að sjálfsagt séu tilfellin mun fleiri því það séu alls ekki allir sem leiti til læknis þótt þeir fái einkenni inflúensu. Í byrjun september höfðu svo 176 manns greinst með svínaflensu á landinu, sem staðfest var á veiru- fræðideild Landspítala. Þar af voru 96 karlar og 80 konur. Ekki er vitað um alvarleg veikindi af völd- um veirunnar hérlendis. Öll stað- fest tilfelli síðastliðnar tvær vikur voru af innlendum toga. Sóttvarnalæknir minnir á að handþvottur sé mikilvægasta sýk- ingavörnin, því snerting, bein og óbein, sé lang algengasta smitleið sýkla milli manna. -jss Flest tilfelli á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi, en fæst í Vestmannaeyjum: Rúmlega þúsund með svínaflensu HARALDUR BRIEM Ekki leita allir til læknis þótt þeir séu með einkenni inflúensu. SKATTAR Talsmenn stjórnarand- stöðunnar vilja að ríkissjóður leiti nýrra tekna frekar en að hækka skatta um 28-30 milljarða króna á næsta ári eins og stefnt er að. Auk hærri skatta hyggur ríkisstjórnin á 33-35 milljarða niðurskurð. Neytendasamtökin og fleiri hafa hvatt ríkið til að hækka beina skatta eins og tekjuskatt frekar en óbeina skatta og vörugjöld en þau síðarnefndu hafa áhrif á vísi- tölu og höfuðstól og greiðslubyrði lána. „Ég held að við þær aðstæður sem eru nú verði að blanda þessu talsvert saman,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. Hann segist vilja kanna leiðir til að tak- marka áhrif skattahækkana á vísitölugrunn lána. Þór Saari, þingmaður Borgara- hreyfingarinnar, segist ósam- mála hugmyndafræði ríkisstjórn- arinnar; ríkið eigi mikla ónýtta tekjumöguleika. Hann vill endur- skoða samninga við álfyrirtæki og tryggja ríkinu tekjur af orkusölu. Eins vill hann afnema kvótakerf- ið. „Það er löngu kominn tími til að þjóðin njóti arðs af þeim auð- lindum sem hafa ýmist verið gefn- ar útgerðinni eða leigðar erlend- um stórfyrirtækjum á spottprís,“ segir Þór, en verði farið í skatta- hækkanir séu beinar skattahækk- anir æskilegri en óbeinar vegna áhrifa á skuldir heimilanna. Illugi Gunnarsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, og Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar, leggja áherslu á að ná niður stýrivöxtum Seðlabankans og auka skatttekjur með auknum umsvifum í atvinnulífinu. „Það verður að ná niður vöxt- um Seðlabankans og fara í að nýta orkuauðlindir og aðrar auðlindir til að efla hagkerfið,“ segir Illugi. Birkir Jón útilokar ekki skatta- hækkanir í framtíðinni, „en þá verða heimilin að geta staðið undir því,“ segir hann og minnir á þá áherslu sem framsóknarmenn hafi lagt á að skuldir heimilanna verði lækkaðar. Það þoli enga bið. Illugi leggur einnig áherslu á að ríkið nýti sér hugmyndir Sjálf- stæðisflokksins og afli um það bil þrjátíu milljarða tekna á næsta ári með því að skattleggja inngreiðsl- ur í lífeyrissjóði en hætti að skatt- leggja útgreiðslur eins og nú er gert. Það hafi engin áhrif á ráð- stöfunartekjur launþega, þótt það dragi vissulega úr þjóðhagslegum sparnaði og dragi úr völdum og áhrifum lífeyrissjóða. peturg@frettabladid.is Vilja að ríkið nýti nýja tekjumöguleika Breytt skattlagning lífeyrissjóða, lægri stýrivextir, aðgerðir fyrir heimilin og skattlagning álfyrirtækja og útgerðarinnar eru stjórnarandstöðu ofarlega í huga. Hún vill frekar leita slíkra leiða en hækka skatta eins og stefnt er að. ALÞINGI Stjórnarandstaðan vill auka umsvif atvinnulífsins, skattleggja auðlindanotk- un, lækka stýrivexti og grípa til aðgerða til að lækka skuldir heimilanna frekar en að hækka skatta eins og ríkisstjórnin telur nauðsynlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Fjórir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, þrír á þrítugsaldri og einn undir tvítugu, eru grun- aðir um aðild að innflutningi á fíkniefnum hingað til lands frá Danmörku. Um er að ræða amfetamín í kílóavís. Málið hefur verið unnið í samvinnu við dönsk lögreglu- yfirvöld en nokkur önnur lög- regluembætti hérlendis auk toll- yfirvalda hafa átt aðkomu að rannsókninni. - jss Fjórir í gæsluvarðhaldi: Tóku amfeta- mín í kílóavís ATVINNA Ríflega þriðjungur laun- þega hefur tekið á sig skerðingu launa eða starfshlutfalls frá hruninu í október 2008. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þótt launakostnaður hafi hækkað lítillega í flestum atvinnugreinum á öðrum fjórð- ungi ársins skýrist það „einna helst af þeim orlofsuppbótum sem gerðar voru upp á tíma- bilinu“. Í Morgunkorni segir að nokk- uð ljóst sé „að staða launþega er orðin mun veikari en áður og hafa margir hverjir tekið á sig launalækkanir til þess að sleppa við uppsagnir. Flest bendir til að þróun í þessa átt komi til með að halda áfram á næstu mánuðum.“ - pg Vinnumarkaður: Þriðjungur með skert kjör UNDANTEKNING Laun lækkuðu í byggingariðnaði en hækkuðu í mörgum öðrum atvinnugreinum milli árs- fjórðunga vegna samningsbundinna orlofsuppbóta. UMHVERFISMÁL Sjö samtök hafa kært þá ákvörðun Umhverfis- stofnunar að veit Orf Líftækni hf. leyfi til útiræktunar á erfða- breyttum lyfjaplöntum á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í gær. Að kærunni standa Dýravernd- unarsamband Íslands, MATVÍS, Náttúrulækningafélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Suður- lands, Neytendasamtökin, Slow Food Reykjavík og Verndun og ræktun. Kærendur telja að ákvörðun Umhverfisstofnunar samræmist hvorki gildandi lögum um erfða- breyttar lífverur og sleppingar þeirra út í umhverfið né stjórn- sýslulögum landsins. - kg Ræktun á lyfjaplöntum: Ákvörðun um leyfi kærð MENNTUN Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja aukið fjármagn til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Í ályktuninni kemur fram að Stúdentaráð hafi á undanförnum mánuðum bent ítrekað á þau bágu kjör sem námsmönnum bjóðast. Ráðið telji ákvörðun ríkisstjórn- arinnar vera framfaraskref og samræmast að einhverju leyti því lokatilboði sem ráðið lagði fram í lánasjóðsviðræðunum fyrr í vor. Hækkunin sé þó ekki eins há og stúdentar höfðu vonað, en hér sé stigið skref í rétta átt að mann- sæmandi lágmarkskjörum fyrir stúdenta. - kg Stúdentaráð HÍ: Fagnar ákvörð- un ríkisstjórnar Ákærður fyrir flöskuárás Tæplega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en honum er gefið að sök að hafa slegið mann í höfuðið með glerflösku. Sauma þurfti sex spor í höfuð þolandans eftir árásina. Hann krefst 685.500 króna í bætur. DÓMSTÓLAR ársávöxtun 14,0% 16,4% 16,4% 3 ár 11,4% 5 ár ársávöxtun Sjóður 5Ríkisskuldabréf – Sjóður 7Löng ríkisskuldabréf – 12,9% 3 ár 10,3% 5 ár * *Skv. sjodir.is þann 31. ágúst 2009 * Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 og Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7, eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandsbanka hf., www.islandsbanki.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Íslandssjóðir hf. er sjálfstætt fjármálafyrirtæki í eigu Íslandsbanka. Íslandssjóðir reka verðbréfa- og fjárfestingarsjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Eigna- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka á Kirkjusandi í síma 440 4920 eða á www.islandssjodir.is VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.