Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 12
12 12. september 2009 LAUGARDAGUR
FÉLAGSMÁL Vistheimilanefnd segir
að meiri líkur en minni séu á að
sumar viststúlkur á stúlknaheim-
ilinu Bjargi hafi mátt þola illa
meðferð í formi tiltekinna líkam-
legra athafna og kynferðislegrar
áreitni af hálfu einhverra starfs-
kvenna heimilisins.
Framburður viststúlkna annars
vegar og starfskvenna Bjargs hins
vegar um illa meðferð og ofbeldi
á heimilinu stangast algjörlega á
en nefndin segir í skýrslu sinni,
sem birt var á þriðjudag, að frá-
sagnir stúlknanna séu í meginat-
riðum trúverðugar. Þá er bent á að
starfskonurnar hafi persónulegra
hagsmuna að gæta. Það kunni að
skýra framburð þeirra.
Hjálpræðisherinn starfrækti
stúlknaheimilið Bjarg á Seltjarn-
arnesi frá 1965 til 1967. Dvöldu
þar samtals tuttugu stúlkur um
lengri eða skemmri tíma. Til-
efni vistunar var einkum ætluð
aðkoma að lögbrotum, útivist um
nætur, skróp í skóla, drykkja eða
aðrir hegðunarerfiðleikar.
Þær konur sem nefndin ræddi
við sögðu allar að dvölin á Bjargi
hefði verið þeim erfið og að þeim
hefði almennt liðið illa þar. Auk
aðskilnaðar við fjölskyldur nefndu
þær erfið samskipti við starfs-
fólk, strangan aga, frelsisskerð-
ingu og refsingar sem ástæður
vanlíðanarinnar.
Flestar kvennanna sögðu að
þær hefðu verið beittar líkam-
legu ofbeldi af hálfu starfsfólks.
Töluvert hefði borið á hótunum af
hálfu starfsmanna og þær mátt
sæta einangrunarvist á Upptöku-
heimilinu í Kópavogi eftir strok af
Bjargi. Samskipti þeirra við fjöl-
skyldur hefðu verið takmörkuð;
heimsóknir undir eftirliti, bréf rit-
skoðuð og setið yfir símtölum.
Fjórar af þeim sjö konum
sem komu til viðtals við nefnd-
ina greindu frá því að þær hefðu
orðið fyrir kynferðislegri áreitni
af hálfu tiltekinna starfskvenna.
Hefðu þær kysst stúlkurnar
tungukossum og strokið þeim
innanklæða.
Þær starfskonur sem nefndin
ræddi við þvertóku fyrir lýsingar
kvennanna. Samskiptin hefðu
almennt verið góð og allar ráð-
stafanir sem gripið hafi verið til
hafi verið með hag stúlknanna í
huga. Ásökunum um ofbeldi var
vísað á bug.
Þrátt fyrir að Vistheimilanefnd
telji meiri líkur en minni á að
sumar stúlknanna hafi mátt þola
illa meðferð af hálfu einhverra
starfskvenna Bjargs dregur hún
ekki þá almennu ályktun að starfs-
konur hafi kerfisbundið og reglu-
lega beitt viststúlkur illri meðferð
eða ofbeldi. bjorn@frettabladid.is
Stúlkur máttu þola
illa meðferð á Bjargi
Konur sem voru vistaðar á stúlknaheimilinu Bjargi á barns- og unglingsárum
sínum vitna um harðræði og kynferðislega áreitni á heimilinu. Starfskonur þess
hafna slíkum ásökunum. Vistheimilanefnd dregur orð kvennanna ekki í efa.
BJARG Hjálpræðisherinn starfrækti stúlknaheimili á Seltjarnarnesi í rúm tvö ár. Því
var lokað síðla árs 1967 í kjölfar lögreglurannsóknar sem upphófst eftir strok einnar
stúlkunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÖGREGLUMÁL Lögregla lagði hald
á tuttugu skammta af hvítu efni
sem talið er vera kókaín, auk lauss
efnis og íblöndunarefnis í tveim-
ur íbúðum í Reykjavík á miðviku-
dagskvöld. Tveir karlmenn og ein
kona voru handtekin á staðnum
og færð til skýrslutöku. Þeim var
sleppt að því loknu.
Það var lögreglan í Borgarnesi
sem fékk grunsemdir um að fíkni-
efni væru á leiðinni upp í Borgar-
fjörð og að þau væru ætluð til sölu
þar. Hún fékk lögregluna á höfuð-
borgarsvæðinu og sérsveit Ríkis-
lögreglustjóra í lið með sér. Farið
var í tvær húsleitir í Reykjavík
þar sem fíkniefnin fundust, þar á
meðal skammtarnir sem búið var
að pakka inn í smásöluumbúðir.
Einn einstaklingurinn sem
handtekinn var í tengslum við
málið var einnig tekinn fyrir að
aka undir áhrifum fíkniefna.
Hinir handteknu hafa tengsl upp
í Borgarnes.
Enn er ekki ljóst hversu mikið
magn fíkniefna um er að ræða,
þar sem rannsóknarniðurstöður
þar að lútandi liggja ekki fyrir,
meðal annars á sundurgreiningu
hvíta efnisins og íblöndunarefn-
anna. Þá er eftir að yfirheyra fólk-
ið sem handtekið var. Lögregla
heldur áfram rannsókn málsins.
- jss
Tveir karlmenn og kona handtekin, grunuð um fíkniefnasölu í Borgarfirði:
Tóku tuttugu kókaínskammta
BORGARNES Lögreglan í Borgarnesi fékk
pata af fyrirhugaðri fíkniefnasölu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJARAMÁL Kynbundinn launa-
munur viðskipta- og hagfræð-
inga hefur dregist saman á milli
ára, úr 7,5 prósentum í fyrra í 3,5
prósent í ár. Þetta kemur fram í
könnun sem Félag viðskiptafræð-
inga og hagfræðinga lét gera.
Þar kemur fram að miðgildi
mánaðarlauna félaga er nú 581
þúsund, sem er rúmlega átta pró-
sentum hærri upphæð en í fyrra.
Hjá konum nemur þessi upphæð
547 þúsund krónum, sem er níu
prósentum hærra en í fyrra, en
hjá körlum 636 þúsund krónum,
sem er hækkun um sex prósent.
Atvinnuleysi á meðal félags-
manna er þrjú prósent. - kóp
Viðskipta- og hagfræðingar:
Launamunur
kynja minnkar
FEGURÐ HIMINGEIMSINS Geimferða-
stofnun Bandaríkjanna birti í vikunni
nýjar myndir frá sjónaukanum Hubble,
sem hefur verið endurnýjaður. Hér
sést fyrirbæri í geimnum sem minnir
helst á viðkvæmt fiðrildi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Njóttu dásemda
haustsins!
Sæluhelgi á Icelandairhotel Klaustri
18.-20. september
Gönguferðir, slökun,
sérvalinn matseðill og gisting
Fáðu nánari upplýsingar
í síma 487-4900
ÞÓRSMÖRK
Ný sending komin í verslanir!
Parka
Verð: 38.000 kr.Verð: 27.800 kr.Verð: 68.800 kr.
BRAGI
Ný sending komin í verslanir!
Parka
SVANUR
Kósý, vindheld og vatnsfráhrindandi.
Dúnúlpa
Stærðir:
74, 86 og 92
Einnig til í
dökkbrúnu.