Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 16
16 12. september 2009 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Gjaldeyrishöft og gengi íslenskrar krónu á amerískum dögum Menningarstarf í Kópavogi Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna/viðburða á sviði menningar og lista í Kópavogi. Einstaklingar, félagasamtök og stofnanir geta sótt um styrki úr sjóðnum. Styrkþegum ber að skila greinargerð um nýtingu styrks eigi síðar en 6 mánuðum eftir úthlutun. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 10. október nk., ásamt fylgiskjölum. Eyðublöðin fást í Þjónustuveri Kópavogsbæjar, Fannborg 2, og á heimasíðu Kópavogs, www.kopavogur.is Lista- og menningaráð Kópavogs veitir styrki til menningarstarfs í Kópavogi tvisvar á ári, í nóvember og maí. Umsóknum skal skilað til: Lista- og menningarráð Kópavogs Starfs- og verkefnastyrkir Fannborg 2 200 Kópavogi Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri menningarmála, Linda Udengård í síma 570 1500 eða linda@kopavogur.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz varar við því að reynt sé að hafa áhrif á gengið með því að selja gjaldeyri. Enn hættulegra sé að halda því uppi með háum vöxtum. Krónan eigi að fara á uppboð, til að finna raunvirði hennar. Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz segir það stórhættulegt þegar stjórnvöld reyna að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils síns með því að selja erlendan gjaldeyri, í þeirri trú að gjaldmiðill landsins sé of lágt skráður. „Þetta hefur verið mörgum lönd- um afar dýrkeypt veðmál, því þau hafa gjarnan rangt fyrir sér og gjaldmiðillinn lækkar síðan enn meira. Ég er því afar tregur til að mæla með þessari leið,“ segir hann. Þó megi ef til vill gera þetta í undantekningartilfellum, til að mýkja smásveiflur á genginu. Seðlabanki Íslands seldi gjald- eyri fyrir 2,5 milljarða í júní, þegar heildarvelta á markaðinum nam 6,2 milljörðum. Í júlí seldi bankinn fyrir helmingi minna, en óvíst er með inngrip í ágúst. Þau hafa þó verið einhver. Hræddari við hærri vexti Enn varasamara er, að mati Stig- litz, þegar reynt er að hafa áhrif á gengið með háum stýrivöxtum til að laða fjármagn að landinu. „Þetta rústar efnahaginn og eykur halla ríkissjóðs, sem dregur svo úr trú- verðugleika,“ segir hann. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri útilokaði ekki, í viðtali við Reuters-fréttastofuna á mánudag, að hækka stýrivexti. Þegar Stiglitz er spurður hvort ekki gæti verið réttast að afnema gjaldeyrishöft að fullu og láta krónuna finna eigið jafnvægi, seg- ist hann hafa fullan skilning á því sjónarmiði: „Það myndi kosta aðeins meiri verðbólgu og þegar þú lítur á fórnarskiptin, þá yrði sá kostn- aður, sérstaklega til lengri tíma litið, ekki jafn streituvaldandi og hann er í dag.“ Hins vegar telur hann mikilvægara að halda fullu atvinnustigi. Gjaldeyrishöft geri sitt gagn Stiglitz segir að gjaldeyrishöftin séu réttlætanleg, að því gefnu að þau beri árangur. Stórhættulegt er að fikta í gengi krónu JOSEPH STIGLITZ Segir gjaldeyrishöft geta gert mikið gagn til að viðhalda stöðugleika, þótt þau séu ekki fullkomin. Hann mælir með því að stjórnvöld haldi uppboð á íslensku krónunni og nálgist þannig hægt og bítandi raunverulegt gengi hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ekki er hægt að afnema gjaldeyris- höftin í bráð, en nauðsynlegt er að innleiða útgönguáætlun, segir Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður VG. Gjaldeyrishöft sem fela í sér laglegar hindranir á útstreymi fjármagns haldi ekki nema í stuttan tíma og síðan hefjist eltingaleikur löggjafarvalds við svindlara. Alþingi hafi nú þegar breytt lögunum og þurfi líklega að breyta þeim aftur í næsta mánuði. Árlegir vextir af útgönguleið stjórnvalda, gjaldeyrisvarasjóði; lán upp á 640 milljarða, jafnist á við framlag ríkis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis, sautján milljarða. Dugi ónotaður varasjóður ekki til eigi að nota hann til að kaupa krónur og styrkja þannig krónuna. Vegna mikils erlends fjármagns í kerfinu séu „allar líkur“ á að sjóður- inn hverfi fljótt. „Útgönguleiðin sem ég vil að við förum er að afnema lögin um gjaldeyrishöft og taka tíma- bundið upp skatt á útstreymi fjármagns,“ segir Lilja. Jafnhliða þurfi að afnema verðtrygginguna til að koma í veg fyrir að gengislækkunin fyrst eftir afnám haftanna leiði til verulegrar hækkunar á skuldum landsmanna. Þessi tímabundna ráðstöfun brjóti ekki í bága við EES. Uppboðsleið Stiglitz gæti tryggt að gengismunurinn sem nú er, og skattlagning á honum, félli í skaut innlendum aðilum í stað erlendra. Skatturinn gæti verið stigbreytilegur eftir því hvenær peningarnir fara út úr landinu. „Skattlagningin gæti verið þannig að þeir fjármagnseigendur sem vildu fara strax út með allt sitt fjármagn greiddu þrjátíu prósent af fjármagnsútstreyminu í skatt. Þeir sem biðu fram á næsta ár greiddu tuttugu prósent og þeir sem færu ekki út fyrr en eftir þrjú ár gætu lækkað skatthlutfallið niður í tíu,“ segir hún. Þannig mætti hindra frekara gengishrun og kjararýrnun og um leið afla ríkinu tekna, allt að 165 milljarða. Komi skattlagning ekki í veg fyrir mikið gengishrun þurfi að virkja áætlun um einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Enda telur fjármálaráðuneytið að landið muni ekki uppfylla Maastricht-skil- yrði, fyrir upptöku evru, um hámarksskuldsetn- ingu ríkisins fyrr en eftir 34 ár. Lilja segir að OECD- skýrsla hafi leitt í ljós að best færi á myntsam- starfi við Svíþjóð. ÞURFUM AÐ FINNA ÚTGÖNGULEIÐ LILJA MÓSESDÓTTIR „Sú staðreynd að gengið heldur áfram að lækka sýnir ekki endi- lega að gjaldeyrishöftin virki ekki. Þetta er eins og stífla í fjallshlíð, þegar er úrhelli á tind- inum. Hún dregur úr flóði niður á láglendið. Þessi jákvæðu áhrif koma fram, jafnvel þótt vatn- ið renni að einhverju leyti fram hjá stíflunni, enda er henni ekki ætlað að koma í veg fyrir að vatnið fari niður. Henni er ætlað að gera rennslið stöðugra, að draga úr eyðileggjandi áhrifum flóðsins.“ Eins séu gjaldeyrishöftin ekki til að stöðva fall krónunnar alveg, heldur halda henni í jafnvægi. „Ég tel líklegt að sá stöðugleiki sé nokkurs virði,“ segir Stiglitz. Ávallt sé matsatriði hvað allt þetta kosti og hvaða valkostir séu í boði. Ekki síst hversu langt niður gengið megi fara. Hins vegar sé til leið til að komast að því, og á sama tíma afla tekna fyrir ríkissjóð. Uppboð á krónum „Hér er tvöfalt gengi. Uppboð á krónum væri jákvætt verkfæri sem stuðlar um leið að jafnvægi; því meira sem boðið er upp, því meira nálgast verðið raunvirði krónunnar. Slík uppboð gefi líka til kynna hversu mikill þrýstingurinn er á gjaldmiðilinn, hverju sinni. Hann segir að núverandi stefna Seðlabanka Íslands bygg- ist á hugsunarhætti seðlabanka almennt. Þeir trúi því líklega að krónan sé of lágt skráð. „En það er áhættusamt veðmál.“ FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.