Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 24

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 24
24 12. september 2009 LAUGARDAGUR F losi Ólafsson stór- leikari stendur úti á hlaði heimilis síns að Stóra Aðalbergi í Reykholtsdal og mætir blaðamanni og l jó smy n d a ra Fréttablaðsins skælbrosandi með opinn bjarnarfaðminn. Í sveitinni býr Flosi með lífsförunaut sínum, Lilju Margeirsdóttur, sem stendur þétt við hlið síns manns, þarna í hlaðinu sem endranær. Stuttu eftir að inn er komið banka Inga Lind Karlsdóttir og eiginmaður henn- ar, Árni Hauksson, upp á. Hún fær ekki síðri móttökur frá Flosa. „Ji, hvað ég er ánægð að fá að knúsa þig. Mig hefur langað til að gera það í mörg ár,“ segir hún og þannig hefjast góðar samræður sem eiga eftir að teygja sig yfir allan eftir- miðdaginn. Engum þeim sem lesið hefur pistla Flosa hefur dulist að hann er ákaflega vel kvæntur. Lilja hefur töfrað fram úr erminni mikið hlað- borð, fullt af súpu, brauði, laxi og ostum. Hersingin sest að snæðingi og Inga og Flosi hefja sínar sam- ræður, á meðan hinir demba sér í kræsingarnar. Myndir þekja veggi heimilisins og þar er lítil stúlka oft í aðalhlutverki sem verður að umtalsefni. Flosi: „Þetta er langömmubarnið okkar. Hún er klók þessi, get ég sagt ykkur. Þegar hún var fjög- urra ára settist hún einu sinni á móti mér og sagði við mig: „Afi, átt þú ekki rauðskjóttan fola uppi á Breiðabólsstað sem er voða fal- legur og góður?“ Og ég svaraði: „Jú, það gæti vel verið að ég ætti hann.“ Þá leit hún í augun á mér og sagði: „Væri þér ekki sama þó ég fengi hann þegar þú ert dáinn?“ Inga: „Og hverju svaraðir þú eiginlega? Flosi: „Það þurfti nú ekki einu sinni að svara þessu. Hún afgreiddi þetta bara alveg um leið.“ Langsætasta pían Flosi: „En hvernig er það, ætlar þú ekkert að fara í sjónvarpið aftur Inga mín? Þú ert langsætasta pían af þeim öllum. Ég er aðdáandi þinn, ég verð að segja eins og er.“ Inga Lind: „Jæja, og hafðirðu þá kannski bara slökkt á hljóðinu og horfðir bara?“ Flosi: „Nei, aldeilis ekki. Það er eitthvert líf í þér, einhver grall- araskapur og hispursleysi sem er ekki endilega útlitinu að þakka, þó það hjálpi nú til. Mér leiðast nefni- lega teprulegar stelpur. Og það er alveg voðalega leiðinlegt að hafa greppitrýni fyrir augunum. En það er bara framkoman og andblær- inn yfir þér sem er svo heillandi. Þú ert eitthvað svo hispurslaus og grallaraleg.“ Inga Lind: „Þakka þér fyrir, Flosi, ég sé það að ég þarf að koma hing- að í heimsókn oftar. En það getur vel verið að ég fari aftur í sjón- varpið. Maður veit aldrei í þessum bransa hvar maður endar. Þetta er svo lifandi miðill þetta sjónvarp og alltaf eitthvað að gerast. En þessa dagana þykir mér ágætt að vera í móðurhlutverkinu. Svo er ég líka nýbyrjuð í listfræði í Háskóla Íslands. Er einmitt að lesa svolítið um hann Dieter Roth, sem ég sé að þið eigið mikið eftir.“ Flosi: „Já, hefurðu verið að læra um hann Dieter vin minn? Hann var voðalega mikill vinur okkar og skemmtilegur karakter.“ Inga Lind: „Svona eins og þú?“ Flosi: „Já, hann náði næstum því að vera eins skemmtilegur og ég.“ Í sömu sveit Inga Lind: „Ég þekki Reykholts- dalinn vel því ég var í sveit hérna þegar ég var lítil. Á Breiðabóls- stað.“ Flosi: „Hvað ertu að segja? Við eigum Breiðabólsstað! Sonur okkar er bóndi þar.“ Inga Lind: „Hvað segirðu? Ég var þarna þegar ég var átta ára. Það eru orðin 21 ár síðan.“ Nú heyrist niðurbældur hlátur af hinum enda borðsins, þar sem eiginmaður Ingu situr. „Hvað seg- irðu, hvað ertu gömul?“ spyr hann og glottir. Inga: „Nei heyrðu, þetta er senni- lega nær 25 árum. En það er ekk- ert að marka mig. Mér finnst ég alltaf vera töluvert yngri en ég er. Eiginlega finnst mér ég vera átján ára. Svo skil ég ekkert í því þegar ég hitti átján ára fólk sem ber jafn- vel virðingu fyrir mér og talar við mig eins og ég sé fullorðin. Ég skil þetta ekki. Ert þú ekki líka svona, Flosi?“ Flosi: „Nei, ég er alveg svakalega ellihrumur. Ég er alveg að drepast úr þessari helvítis elli. Það er ekk- ert púður í manni lengur. En ég er andlega hress, því er ekki að neita, en afar hrumur.“ Inga Lind: „Bíddu nú hægur, þetta passar nú ekki alveg, varstu ekki að leika í kvikmynd?“ Flosi: Jú, jú, ég er búinn að leika í tveimur kvikmyndum í sumar. En ég er hættur að lesa handrit- in. Ég fæ bara setningarnar sem ég á að fara með og læri þær utan að.“ Inga Lind: „Önnur þeirra heitir Laxdæla Lárusar, er það ekki?“ Flosi: „Jú! Hvernig veist þú það eiginlega?“ Inga Lind: „Heldurðu að ég fylg- ist ekki með? Heldurðu að það sé bara þú sem fylgist með mér? Ég veit sko margt um þig.“ Hundrað laxar, mest silungur Inga Lind: „Heyrðu mig, ég gleymdi alveg að smakka á laxinum. Er hann hérna úr ánni?“ Flosi: „Já, laxinum segirðu. Það var nú sveitungi minn sem var spurður að því hvernig hefði veiðst í Reykjadalsá í sumar. Karlinn svaraði því til að það hefðu veiðst um hundrað laxar, mest silungur.“ Inga Lind: „Já, þessi var góður. Við Árni stelum þessum frasa, Á ruggustólnum á Stóra Aðalbergi Þau Flosi Ólafsson og Inga Lind Karlsdóttir tengjast svo margvíslegum böndum að það er engu líkara en að um einhvers konar yfirnáttúrulegan þráð sé að ræða. Hann saknar hennar á skjánum enda finnst honum hún snarboruleg, sniðug og langsætust sjónvarpskvenna. Hún ber ekki síður taugar til hans, svo sterkar að vinnuheiti ófæddra barna hennar í móðurkviði hefur alltaf verið Flosi. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti þau Ingu Lind og Flosa sem settust í ruggustól í stað rökstólanna þessa vikuna. HVER VILL EKKI SITJA Í FANGINU Á FLOSA? Flosi Ólafsson var einu sinni með þátt í sjónvarpinu sem hét Á ruggustólum. Ljósmyndara þótti því afbragðshugmynd að rökstóla- parið sæti saman á ruggustólnum hans Flosa. Það þótti hvorki Flosa né Ingu Lind nokkuð tiltökumál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.