Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 26

Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 26
26 12. september 2009 LAUGARDAGUR Þ egar rætt er við hátt- setta íslenska lög- reglumenn um vél- hjólasamtökin Hells Angels er óhætt að fullyrða að verulega þungt sé í þeim hljóðið. Vítisengl- ar eru enda skilgreindir víða um heim sem skipulögð glæpasam- tök. Þeir hafa nýlega haslað sér völl á Íslandi og lögregla óttast að þeir gætu hleypt aukinni hörku í íslenska undirheima. Í ljósi reynslu erlendra starfsbræðra forðast lögreglumenn meira að segja að ræða um samtökin undir nafni. Sjálfir segja Vítisenglar af og frá að þeir stundi skipulagða glæpi, þótt finna megi skemmd epli í öllum hópum, og saka yfir- völd um hræðsluáróður. Hells Angels sé ekkert annað en bræðralag venjulegra stráka og manna sem einbeiti sér fyrst og síðast að því að aka mótorhjólum og passa upp á sig og sína. Veita ekki viðtöl Eins og fram hefur komið hlaut vélhjólaklúbburinn Fáfnir á dög- unum stöðuhækkun í Hells Ang- els-samtökunum og kallast nú Hells Angels Prospect. Af því tilefni gaf Ríkislögreglustjóri út heljarinnar yfirlýsingu um ógnirnar sem að þjóðfélaginu steðjuðu vegna þessa og lagði til að klúbbar af þessu tagi yrðu hreinlega bannaðir með lögum. Einar „Boom“ Marteinsson, nýr forseti hinna tilvonandi Vítis- engla, neitaði að veita Fréttablað- inu viðtal vegna þessarar umfjöll- unar; sagði að það væri stefna klúbbsins að veita ekki viðtöl. Einar vildi heldur ekki gefa upp hversu margir meðlimir klúbbs- ins væru, en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins eru skráð- ir meðlimir eitthvað í kringum tuttugu talsins. Ekki fæst uppgefið hver skil- yrðin fyrir inngöngu eru, fyrir utan það að vera karlmaður og á Íslandi þarf að hafa ástríðu fyrir Harley Davidson-hjólum. Annars konar hjól eru tekin í sátt sums staðar annars staðar í heiminum. Líkt og í öðrum Hells Angels- klúbbum ríkir ákveðið skipu- lag í þeim íslenska. Forseti er æðstur, og næst honum standa varaforseti, gjaldkeri og ritari. Önnur embætti tíðkast einnig, til dæmis eins konar agavörður (e. sergeant at arms), sem sér um að menn hagi sér með friði og spekt á fundum og samkomum. Hafa kennt sig við Vítisengla lengi Þrátt fyrir að Fáfnisliðar hafi ein- ungis nýlega verið kenndir við Hells Angels opinberlega er það ekki spánnýtt fyrir þeim sjálf- um. Þeir hafa árum saman haft það markmið að ganga til liðs við samtökin og raunar er það svo að fyrir hálfu öðru ári gerðust þeir opinberir áhangendur Vítis- engla og tóku þá þegar upp nafnið Hells Angels Hangaround eins og tíðkast með klúbba í slíkri stöðu. Fáfnisnafnið var því í raun lagt af fyrir nokkru, þótt það væri enn notað í almennri umræðu. Til þess svo að öðlast Prospect- stöðuna þurftu þeir að kynn- ast erlendum Vítisenglum betur og vinna fyrir þá ýmis verk, til dæmis sinna gæslu á samkom- um og afgreiða á bar. Næsta stig er að verða fullgildir Vítisengl- ar. Sjálfir vita þeir ekki hvenær það verður, en Ríkislögreglustjóri hefur sagt í tilkynningu að það gæti orðið strax á næsta ári. Getur hafa verið leiddar að því innan lögreglunnar að tugmillj- ónasvik nokkurra ungra manna úr Íbúðalánasjóði hafi verið að undirlagi Fáfnisliða, jafnvel til að liðka fyrir stöðuhækkun klúbbs- ins hjá Vítisenglunum. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur lögregl- an nú horfið frá þessari skoðun og lítur svo á að svikin hafi líklega verið verk áhangenda Fáfnis, sem vildu ganga til liðs við klúbbinn. Þrátt fyrir það hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum að einn fullgildir meðlimur Fáfnis, eldri bróðir eins ungu mannanna, hafi verið handtekinn vegna máls- ins og yfirheyrður eftir húsleit á heimili hans. Honum var síðan sleppt. Ítrekaðar komur háttsettra Engla Vélhjólaklúbburinn Fáfnir, nú Hells Angels Prospect, er að verða þrettán ára gamall. Klúbb- urinn blés til mikils fagnaðar í mars sem frægt var þegar hann flutti úr klúbbhúsi sínu til margra ára við Frakkastíg í nýtt húsnæði í Hafnarfirði. Þá greip lögregla til viðamikilla ráðstafana til að koma í veg fyrir að erlendir Vítisenglar kæmust í opnunarhófið, með þeim rökum að koma svo margra félaga úr skil- greindum skipulögðum glæpa- samtökum í einu ógnaði þjóðar- öryggi og allsherjarreglu. Nálega öðrum tug var vísað frá landinu og íhuga þeir nú réttarstöðu sína vegna málsins. Veislan fór með öllu friðsamlega fram. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hópi Vítisengla var vísað frá land- inu. Þá eru einnig fjölmörg dæmi um það að háttsettir Vítisengl- ar, einkum frá Norðurlöndum, hafi komið hingað til lands á síð- ustu mánuðum og árum að taka út störf Fáfnis og skemmta sér. Meðal þeirra er Leif Ivar Kristi- ansen, forseti Vítisenglanna í Noregi, sem vakti athygli hér- lendis í kringum teitina í mars með ummælum þess efnis að ef íslensk yfirvöld vildu stríð þá myndu þau fá stríð. Óttast átök í undirheimunum En það er ekki endilega stríð við íslensk yfirvöld sem lögreglan hérlendis óttast mest, heldur að hugsanlega slái í brýnu á milli Vítisenglanna og gengja og glæpa- hópa sem þegar eru umsvifamikl- ir í undirheimum Íslands. Dæmin að utan eru sannarlega til staðar, þótt meðlimir Hells Angels telji margir hverjir að þau hafi verið blásin óþarflega upp. Og þá þarf ekki að leita lengra en til Norðurlandanna. Skemmst er að minnast stríðsins sem geisaði í fyrrahaust á milli Vítis- engla og gengja af annarri kyn- slóð innflytjenda í Kaupmanna- höfn. Þau átök hófust þegar meðlimur áhangendaklúbbs Hells Angels skaut annarrar kynslóð- ar innflytjanda til bana með vél- byssu. Í kjölfarið hófust heiftar- leg átök þar sem handsprengjum var meðal annars kastað að höfuð- stöðvum Hells Angels og nokkrir særðust alvarlega í skotárásum. Þá er ógleymt stóra mótorhjóla- gengjastríðið í Skandinavíu um miðjan tíunda áratuginn, þar sem Hells Angels og Banditos kljáðust heiftarlega með þeim afleiðingum Bræðralag eða bófagengi? Vélhjólasamtökin Hells Angels eru komin með annan fótinn til Íslands. Lögreglan er áhyggjufull en Vítisenglarnir sjálfir telja slíkar áhyggjur með öllu óþarfar. Stígur Helgason kynnti sér íslenska klúbbinn og tengsl hans við Vítisengla. Samtökin Hells Angels Prospect eiga sér nokk- urra ára sögu hér á Íslandi. Þau hétu áður Fáfnir, eða Fafner MC, og lutu lengst af stjórn Jóns Trausta Lútherssonar, dæmds ofbeldismanns sem varð landsfrægur að endemum þegar hann réðst á hóp lögreglumanna í Leifsstöð árið 2003 og gekk í kjölfarið berserksgang á ritstjórnarskrif- stofum DV vegna umfjöllunarinnar um málið. Jón Trausti hefur síðan hlotið dóma fyrir ofbeldisverk, meðal annars að ganga í skrokk á manni ásamt félaga sínum úr Fáfni, og míga síðan yfir hann. Samhliða því að klúbburinn fékk stöðu prospect-klúbbs yfirgaf Jón Trausti forsætið og varaforsetinn til margra ára, Einar ‚Boom‘ Mart- einsson, kenndur við barinn De Boom Kicker í Hafnarstræti, tók við. Þessar vendingar hafa að vonum vakið athygli. Spurt er hvers vegna Jón Trausti hættir í klúbbnum þegar hann er við það að ná sínu höfuðmarkmiði og er loks kominn með annan fótinn inn í Hells Angels. Raunin er hins vegar sú að Jón Trausti átti ekki frumkvæðið að viðskilnaðinum, heldur naut hann ekki lengur trausts félaga sinna. Þeim þótti hann ekki hafa það til að bera sem einkenna þyrfti forseta Hells Angels-klúbbs, væri of bráður og bærist of mikið á. Þeir vildu að hann hætti og hann sá sér þann kost vænstan að hlíta þeim óskum. Jón Trausti er nú fluttur til Noregs og það er samdóma álit heimildarmanna blaðsins að hann kunni að eiga erfitt uppdráttar þegar og ef hann snýr aftur heim. Hann hafi bakað sér marga óvildarmenn hérlendis og það geti reynst honum illa nú þegar hann hefur ekki lengur bakland í klúbbnum. GAMLI FORSETINN Jón Trausti varð oft umfjöllunar- efni fjölmiðla vegna slæmrar hegðunar. Hér sést hann trylltur í Leifsstöð árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI NÝI FORSETINN Einar „Boom“ Marteinsson var áður varaformaður við hlið Jóns Trausta en er nú tekinn við af honum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÍGALEGUR Með nafnbótinni Prospect fengu hinir íslensku tilvonandi Vítisenglar heimild til að bera hluta merkis Hells Angels á vestum sínum. Þeir hafa nú saumað landsmerkið neðst á vestin og MC í hvítum ferhyrningi rétt fyrir ofan, eins og sjá má á myndinni. Fullgildir meðlimir fá síðan að hafa „Hells Angels“ saumað efst, á móti landsmerkinu, og Höfuð dauðans, opinbert merki Vítisenglanna, í miðið. Það má sjá hér til hliðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Forvitnileg foringjaskipti á tímamótum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.