Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 12. september 2009 „Þegar við breytum rétt man það enginn. Þegar við breytum rangt gleymir því enginn.“ Þetta eru óformleg einkennisorð vélhjóla- samtakanna Hells Angels, sem lögregla telur eitt illvígasta gengi svokallaðra útlægra vélhjólamanna í veröldinni. Talsverð leynd hefur ríkt í kringum samtökin allt frá upphafi, eins og tíðkast með önnur bræðralög á borð við Frímúrararegluna. Þannig er til dæmis ekki ljóst hvenær samtökin urðu til, en talið er að það hafi gerst á fimmta eða sjötta áratugnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum þegar nokkrir vélhjólaklúbbar runnu saman í einn. Fáir meðlimir samtakanna hafa tjáð sig opinskátt um veru sína þar, enda er það litið hornauga, svo ekki sé meira sagt, að ljóstra upp leyndardómum Englanna. Þeir eru þó til sem hafa leyst frá skjóðunni að einhverju marki, og einn þeirra er Ralph „Sonny“ Barger, einn af stofnmeðlimum Vítisengla í Oakland í Kaliforníu, sem skrifað hefur fjórar bækur um samtökin. Sonny er orðinn eins konar átrúnaðargoð Vítisengla um heim allan, og vísar forseti hinna tilvonandi Vítisengla á Íslandi til dæmis til skrifa hans þegar spurt er um stefnu og viðhorf meðlima samtakanna. Félagsmenn líkja reglum samtak- anna við boðorð Biblíunnar, hvorki meira né minna. Í þeim er meðal annars kveðið á um að hver Vítis- engill skuli hjálpa öðrum lendi hann í vandræðum, enginn Vítisengill megi bera víurnar í annars konu og að Vítisenglar skuli ekki kljást innbyrðis. Þá segjast þeir halda samninga mjög í heiðri – ekki megi ganga á bak orða sinna jafnvel þótt þeir gætu það hæglega í krafti stöðu sinnar. Inntökuskilyrðin eru skýr: Enginn getur sótt um aðild án ökuskírteinis og aðgangs að ökufæru mótorhjóli. Umsækjendur mega ekki vera barn- aníðingar og ekki hafa sótt um starf sem lögreglumenn eða fangaverðir. Þá eru fíklar sem ekki hafa stjórn á eigin lífi ekki velkomnir í samtökin og eiga brottrekstur yfir höfði sér. Einungis karlar eru velkomnir, enda segir sagan að MC í nafninu Hells Angels MC, sem nú er álitið standa fyrir Motorcycle Club, hafi upphaflega staðið fyrir Men‘s Club. Meðlimir samtakanna eru taldir vera vel á fjórða þúsund á heims- vísu, í ríflega hundrað klúbbum í 29 löndum. Þeir eru að langstærstum hluta hvítir á hörund. Vítisenglar kalla sig stundum 1 prósent gengi, og bera sumir merki því til stuðnings á vestum sínum. Með 1 prósenti er vísað til frægra ummæla forsvars- manna Samtaka vélhjólamanna í Bandaríkjunum þess efnis að 99 prósent þeirra sem ækju mótorhjól- um væru löghlýðnir borgarar. En hvernig stendur á því að samtök, sem ekki gangast við því að vera glæpagengi, skuli vilja kenna sig við það prósent samfélagsins sem er ólöghlýðið? Þetta skýra þeir með anarkískum rökum; þeir vilji ekki vera skilyrtir af yfirvaldinu og hafi með samtökunum búið til nýtt samfélag – utan þess hefðbundna, sem lúti eigin lögum og reglum. Þeir gæti þess hins vegar í hvívetna að ganga ekki á rétt annarra. Þrátt fyrir baráttu yfirvalda víðast hvar gegn Vítisenglunum hefur almenningsálitið sums staðar snúist á sveif með þeim, einmitt vegna þessarar lífspeki. Sumir líta á þá sem hálfgerðar hetjur, táknmynd frjáls- lyndis, bræðralags og trygglyndis. Í Danmörku voru til dæmis ritaðar greinar í röðum í þarlend dagblöð þegar deilan við gengi annarrar kyn- slóðar innflytjenda stóð sem hæst í fyrra, þar sem Vítisenglum var lýst sem fórnarlömbum deilunnar og að þeir hefðu fátt unnið til saka annað en að spyrna fótum við uppgangi stórhættulegra glæpagengja. Aðrir, minnugir æði vafasamrar fortíðar klúbbsins, lýsa Vítisenglum sem samfélagsplágu. Leynilegt samfélag með eigin lög og reglur að ellefu létu lífið, tæplega átta- tíu morðtilraunir voru gerð- ar og á annað hundrað særðust. Víða annars staðar hafa félagar í Hells Angels verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi. Heróín veldur áhyggjum Samkvæmt heimildum blaðsins úr lögreglunni hræðast menn helst hugsanleg átök Vítisenglanna við þá sem fyrir eru á fleti í íslensk- um glæpaheimi, til dæmis gengi frá Austur-Evrópu og eins aðra Íslendinga. Strax árið 2007 munaði minnstu að illa færi þegar hópur þekktra íslenskra handrukkara knúði dyra í félagsheimili Fáfnis grár fyrir járnum, vopnaður kylfum, rörum og öðrum bareflum, og Fáfnisliðar, með Jón Trausta Lúthersson fremstan í flokki, mættu hópnum enn grárri ef eitt- hvað er. Málið var þó að lokum leyst friðsamlega. Vítisenglarnir hafa einnig verið bendlaðir mjög við sölu og dreif- ingu fíkniefna á Norðurlöndum og hefur lögregla hér áhyggjur af því að markaður með fíkniefni kunni að breytast þegar samtökin hafa náð fullri fótfestu á landinu. Er þar einkum horft til heróíns, en heróínneysla er orðin víðtækt vandamál á Norðurlöndum, eink- um í Noregi, á meðan efnið þekkist varla hérlendis. Óttast menn nú að það kunni að breytast. Á þessu korti má sjá þau lönd þar sem Vítisenglar halda úti starfsemi. Auk klúbbsins á Íslandi hefur einn klúbbur í Póllandi nú stöðu Prospect- klúbbs. Vítisenglar um allan heim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.