Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 28

Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 28
28 12. september 2009 LAUGARDAGUR B allið er búið rétt fyrir tíu og Bergmálsvinir tínast í hús, það orð notar Kolbrún Karls- dóttir, formaður félagsins, um dvalar- gesti. Hún er ein þeirra sem dans- aði þetta kvöld við undirleik Vina- bandsins og býður að sjálfsögðu hljómsveitarfólki til kaffidrykkj- unnar. Það eru launin því hér er allt gert í sjálfboðavinnu. Einn söngvarinn, Jón Hilmar Gunnars- son, færir eldhúsdömunum þrjú forláta skurðarbretti og önnur tvö undir stórar tertur. Svona er and- inn á þessu heimili. Allt er gert af góðum hug enda segir Kolbrún að einu lög félagsins séu faðmlög. Gott hjartalag og hjálpfúsar hendur Bergmál hefur í sextán ár boðið langveiku fólki til hvíldar- og hressingardvalar í eina viku að vori og aðra að hausti. Gistiheim- ili að Sólheimum í Grímsnesi hefur verið leigt til starfseminnar en í sumar tók félagið sitt eigið hús á staðnum í notkun. Það var að mestu byggt af sjálfboðaliðum og er allt hið glæsilegasta. Nú þegar hafa þrjár hvíldarvikur verið haldnar þar og einni slíkri er við það að ljúka þegar blaðamaður er á ferð. „Ég er svo gæfusöm að lifa í landi þar sem býr fólk með gott hjarta- lag og hjálpfúsar hendur. Það hefur ýmist lagt fram peninga, bygging- arefni eða starfskrafta sína. Þannig hefur þetta gerst,“ segir Kolbrún og býðst til að sýna blaðamanni nýja húsið. Þegar haft er orð á að þá sé verið að tefja hana frá gestunum svarar hún hlæjandi: „Þeir eru nú búnir að hlusta á malið í mér í heila viku. Heldurðu að það sé ekki nóg fyrir þá?“ Í húsinu er pláss fyrir 28 í tveggja manna herbergjum með snyrtingu og hugsað fyrir hverju smáatriði. Rúllugardínurnar ná til dæmis út á veggina svo fólk vakni ekki með sólina í augum klukkan þrjú að nóttu yfir sumarið. Skrif- borð er á milli rúmanna og hillur í hvorum enda þess jafngilda nátt- borðum. Sængurfatnaðinn valdi Kolbrún í Ameríku og flutti heim með góðra manna hjálp. Hann er þeirrar gerðar að efnið er úr 70 prósent silki og 30 prósent bómull öðrum megin en hinum megin úr 100 prósent bómull. „Ef fólk svitnar þá snýr það silkinu að sér en bóm- ullinni ef því er kalt. Svo er heilsu- farslegt atriði að rúmfötin séu svo- lítið hressandi útlits þannig að fólki líði vel þegar það kemur inn,“ segir Kolbrún. Baðherbergið er sömuleiðis búið þægindum sem henta starfseminni, gólfið er til dæmis stamt og klósettsseturnar lokast mjúklega svo að herbergisfélaginn raski ekki ró hins. Allt frítt fyrir dvalargesti Gestirnir dreifa sér um híbýlin, sumir ganga til hvílu, aðrir inn í setustofuna, spjalla saman og grípa í handavinnu. Allir sem blaðamaður nær tali af ljúka lofsorði á dvölina á Sólheimum. „Það er alveg dýrð- legt að vera hér,“ segir Inga Edith Karlsdóttir og í sama streng tekur Ólafur sem hefur bæði kynnst því að vinna í húsinu og vera þar í veikindafríi. Hann segir Kolbrúnu algera kraftaverkakonu. Mörgum byggingarstjórum hafi hann kynnst en hún skari fram úr. „Það er ekki hægt annað en vera Bergmálsvinur þegar maður er búinn að kynnast starfseminni,“ segir Ágúst Karlsson. „Það var mælt með því að við hjónin færum hingað. Konan mín er veik. Okkur fannst nú fyrst að við ættum frek- ar að vera heima en létum til leið- ast og sjáum ekki eftir því. Hér er hver dagurinn öðrum betri. Það er unun að sjá hvað fólk er samstillt og ánægt og það á bæði við um dval- argesti og starfsfólk,“ segir hann og nefnir líka hljóðfæraleikara, einsöngvara og kóra sem komið hafi fram á kvöldvökum á hverju kvöldi.“ Kolbrún tekur undir að þeir séu ófáir skemmtikraftarnir í landinu sem hafi glatt Bergmálsvini gegn- um tíðina endurgjaldslaust og jafn- framt alla á Sólheimum því kvöld- vökurnar séu þeim opnar. „Það er ábyggilega hægara að telja upp þá listamenn þessarar þjóðar sem eru ekki búnir að koma,“ segir hún og getur þess líka að fagfólk hafi gefið nudd, djúpslökun, handsnyrtingu og fleira sem verða má til þæginda. „Hér er allt frítt fyrir dvalar- gesti. Þannig bara er það og verð- ur. Þó erum við sköttuð eins og hótel, það finnst okkur svolítið sér- kennilegt því við komum aldrei í lífinu til með að hafa tekjur af þessari starfsemi,“ segir Kolbrún en kveðst samt ætla að leigja húsið út til félaga Öryrkjabandalagsins á tímabilum til að hafa upp í rekstr- arkostnað þess og þá fyrir vægt verð. Bergmál, með sína 42 félags- menn, mun halda áfram að efna til hvíldarvikna af og til og dekra við sitt fólk enda telur Kolbrún það forréttindi. „Við erum aldrei glað- ari en þegar okkur tekst að gleðja einhvern sem þarf þess með,“ segir hún. - „Ég fann það ekki upp. Það hefur verið vitað lengi.“ Hver dagurinn öðrum betri Frá húsi líknar-og vinafélagsins Bergmáls að Sólheimum í Grímsnesi berst bökunarilmur út á hlað. Gestir þess eru flestir á balli í íþróttahúsi staðarins en þeirra bíður kvöldhressing sjálfboðaliðanna í eldhúsinu. Gunnþóra Gunnarsdóttir kíkti í heimsókn. NÝBYGGING BERGMÁLS Borið verður í húsið og lóðin lagfærð fyrir veturinn. KVÖLDKAFFIÐ Borðstofan er búin fallegum húsgögnum, ljósum og listaverkum. Allt eru það gjafir frá góðu fólki. Sama er að segja um gólfefnin í húsinu. KOLBRÚN „Ég er svo gæfusöm að lifa í landi þar sem býr gott fólk,“ segir hún. Í BORÐSTOFUNNI Öllu er fallega fyrir komið.VINABANDIÐ Hélt uppi fjöri í íþróttahúsi Sólheima. ÞÓRANNA „Þið verðið að doka aðeins við eftir rabarabarakökunni sem er að koma úr ofninum.“ NOTALEGT Fólk getur auðveldlega látið fara vel um sig í setustofunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.