Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 30
30 12. september 2009 LAUGARDAGUR S kyrslettur á forseta Íslands og konu hans, biskup Íslands og þing- menn við setningu Alþingis hinn 10. október 1972 voru ekki fyrstu mótmæli Helga. Þegar hann flutt- ist til Reykjavík rúmlega tvítugur að aldri árið 1940 tók hann að leita þess réttar síns að verða leystur undan skírnarsáttmála sem hann hafði staðfest þrettán ára unglingur. Ráðamenn og forráðamenn Þjóðkirkjunn- ar skelltu skollaeyrum við beiðnum hans. Hann kærði þá biskup Íslands fyrir mann- réttinda- og stjórnarskrárbrot. Málið fór fyrir Hæstarétt og var þar vísað frá. Helgi sendi árið 1964 öllum þingmönnum bréf um mál sitt og átti eftir að senda þingmönnum mörg bréf til viðbótar. Mál hans fór fyrir Mannréttindadómstól Evrópu en var vísað frá. Hann tók að mótmæla við kirkjulegar athafnir, bæði fyrir söfnuði og við kirkjur, og var þá oft tekinn úr umferð. Hann ónýtti sáttmála sinn fyrir söfnuði í Dómkirkjunni í október 1966. Hagstofan neitaði að breyta skráningu á ónýtingu sáttmálans. Við ítrek- un í bréfi til allra þingmanna svöruðu tveir menn honum: Bjarni Benediktsson og Lúð- vík Jósepsson, og lýstu sig vanmáttuga að hjálpa honum. Við þingsetningu 1971 kynnti Helgi sér aðstæður við þinghúsið og árið eftir fór hann í bæinn í strætó með úthrært skyr og sérbúinn hanska til að sletta skyri á göng- una frá Dómkirkjunni eftir hina hefðbundnu messu fyrir setninguna. Eftir sletturnar þrjár á forsetann, frú Halldóru, biskup og þingmenn var hann handtekinn og hafður í haldi í nokkra daga, sagði hann í viðtali við Mannlíf árið 1997. Hann fastaði, líka á Kleppi þar sem hann var vistaður og greind- ur af geðlæknum. Hann var síðar látinn sæta geðrannsókn. Á áttunda áratugnum hélt Helgi mótmæl- um áfram, sletti tjörublöndu á Stjórnarráð- ið sem hann kallaði „gamla tukthúsið við Lækjartorg“ og þinghúsið. En allt kom fyrir ekki. Árið 1982 var hann ásakaður um að hafa brennt til grunna kirkjuna sem hann var skírður í og neitaði hvorki né játti þeirri sök. Síðustu árin varð mótmælastaða Helga daglegur viðburður og æ pólitískari. Hann tók sér jafnan stöðu á Langholtsveginum og stóð þar lengi dags. Hann tók saman bók um baráttu sína og heimildarmynd var gerð um hana. Hann var afar kjarnyrtur maður, jafn- vel fornyrtur, og hafði sérstakan orðaforða sem hann beitti í málsvörnum sínum. Nú verður þessi látni baráttujaxl og kommúnisti lagður til hinstu hvílu og ofur- vald íslensku þjóðkirkjunnar stutt lögum og reglum íslenska lýðveldisins mun um síðir koma honum í vígða mold, því hinum trú- lausu eru engin grið gefin, jafnvel ekki út fyrir gröf og dauða. Frjáls vilji má sín lítils mót bókstafnum. Lífsbarátta Helga Hóseas- sonar sannar það eftirminni- lega. Mótmælandi Íslands allur Helgi Hóseasson smiður varð í lifanda lífi dæmi um mann sem hélt uppi stöðugum mótmælum um það sem honum þótti miður í samfélagi mannanna. Hann smíðaði sér eigin táknheim með heitum og nafngiftum og beindi andófi gegn forystu í utanríkismálum og borgaralegri réttarskerðingu en fyrir betra lífi í heiminum til handa öllu mannkyni. Í upphafi var andóf hans einskorðað við þau mannréttindi að verða leystur undan skírnarsáttmála þjóðkirkjunnar sem hann hafði sem barn og unglingur gengist við. Páll Baldvin Baldvinsson skoðar nokkrar myndir frá mótmælaferli Helga. MÓTMÆLANDI ÍSLANDS Helgi heima með nokkur af spjöldum sínum sem hann fór með víða en stóð oftast með á Langholtsveginum. Nú hefur galleríisti í Reykja- vík keypt nokkur þeirra og kallar þau listaverk. SNÚINN NIÐUR Helgi liggur í götunni og yfir honum eru fimm lögregluþjónar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HELGI HÓSEASSON HÚSASMIÐUR MÓTMÆLIR Lögreglumenn hlaupa til, þingmenn frá hægri bregðast við: Ólafur Jóhannesson, Einar Ágústsson, Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafs- son, Magnús Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Gunnar Thoroddsen lokar augunum, Lúðvík Jósepsson beygir sig fram og lengst til hægri í hópnum eru Þórarinn Þórarinsson og að baki honum Matthías Mathiesen og Gils Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HELGI HÓSEASSON HÚSASMIÐUR MÓTMÆLIR Fyrsta gusan fallin og önnur í loftinu. Hvorki heiðursvörður lögreglu né þingmenn bregðast við en frú Halldóra sýnir viðbrögð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BINDIND- ISMAÐUR Á EITUR Helgi neytti hvorki víns né tóbaks og var reglumaður um allt í sínu lífi. Hér mótmælir hann tóbaki og bendir á skaðsemi þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.