Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 12. september 2009 Bílabúð Benna verður með kynningu á nýjum Porsche Panamera sunnudaginn 13. september frá klukkan 13 til 16 í sýningarsal Porsche, Vagnhöfða 23. Porsche Panamera er fjögurra dyra og fjögurra sæta lúxus- vagn þar sem fjórar manneskjur geta komist vel fyrir ásamt far- angri en jafnframt notið þeirra gæða sem sportbíll er gæddur. Panamera er fjórða útgáfan frá Porsche en fyrri útgáfur eru 911, Cayenne og BOXSTER/Cayman. Kynningin á bílnum hjá Bílabúð Benna er haldin í tilefni hundrað ára afmælis Ferry Porsche, sem var einn upphafsmanna Porsche fyrirtækisins. Ferdinand Anton Ernst „Ferry“ Porsche átti markverðan feril. Hann fæddist í Wiener Neustadt í Austurríki árið 1909 og byrjaði ungur að árum að læra af föður sínum, Ferdinand Porsche, sem var bifreiðaverk- fræðingur og hönnuður. Árið 1931 stofnuðu þeir feðgar fyrirtæki sem sá um bifreiðahönnun sem átti að sinna þörfum Þriðja ríkis- ins og hittu þeir Hitler marg sinnis á viðskiptafundum. Þeir feðgar hönnuðu á þessum tíma í samein- ingu Volkswagen-bjölluna. Eftir seinni heimsstyrjöld- ina sat Porsche eldri í fangelsi í Frakklandi fyrir stríðsglæpi. Þrátt fyrir mikla kreppu í Þýska- landi og tengsl við Hitler á stríðs- árunum tókst Ferry Porsche að byggja upp mikið veldi í bifreiða- framleiðslu. Þeir sem leið eiga um Stuttgart í Þýskalandi geta skoðað sýn- ingu á Porsche-safninu sem var sett upp í tilefni af aldarafmæli Ferrys. Þar verða til sýnis sjö af einkabílum hans, þar á meðal þrír afmælisbílar sem hann fékk frá samstarfsmönnum sínum. Kynning á aldaraf- mæli Ferry Porsche Porsche Panamera Ferry Porsche (í miðjunni), faðir hans Ferdinand Porsche (til hægri) og Erwin Komenda (til vinstri), 1948, fyrir framan 356 No. 1 í Gmünd. Á haustin er alltaf mikið um að vera í Kolaportinu. Þá koma nýir aðilar inn með fjölbreytt dót úr ýmsum áttum. „Haustið er örugglega eitt lífleg- asta tímabilið okkar á árinu. Þá er eftirspurnin eftir básum alveg gríðarleg og því fylgir auðvitað að úrvalið verður miklu meira,“ segir Gunnar Hákonarson, fram- kvæmdastjóri Kolaportsins til margra ára. „Það er nú það skemmtilega við að koma í Kola- portið að aldrei er að vita hvað er í boði,“ segir hann og bætir við að ekki einu sinni hann sjálfir viti fyrir fram hvað verði á boð- stólum í portinu. „Núna um helgina verða fjöru- tíu nýir aðilar með bása sem bæt- ast þá við þá liðlega hundrað sem fyrir eru,“ segir Gunnar og því er ljóst að lofa má iðandi lífi. Kolaportið er tuttugu ára í ár og hefur sannarlega vaxið og dafnað á þeim tíma. Þangað liggur helgarrúntur margra en markaðurinn er iðulega opinn frá klukkan 11 til 17 bæði laugar- dag og sunnudag. Fjörutíu nýir með bása í Kolaportinu Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri Kolaportsins, segir haustin með líflegri tímabilum. Skyndihjálp – 4 stundir Fyrir þá sem vilja öðlast grunnfærni í að beita skyndihjálp, endurlífgun og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Skráning og nánari upplýsingar í sjálfboðamiðstöðvum. Sjálfboðamiðstöðvar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurdeild, Laugavegi 120, sími 545 0400. Kópavogsdeild, Hamraborg 11, sími 554 6626. Garðabæjardeild, Hrísmóum 4, Garðatorgi, sími 565 9494. Hafnarfjarðardeild, Strandgötu 24, sími 565 1222. höfuðborgarsvæðisins raudikrossinn.is Skyndihjálp – 16 stundir Fyrir þá sem vilja öðlast grunnfærni í að beita skyndihjálp, endurlífgun og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum og auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Námskeiðið veitir einingu í framhaldsskóla. Slys og veikindi barna Fyrir þá sem vilja fræðast um þroska barna, og læra að þekkja orsakir og varnir gegn slysum á börnum, um endurlífgun á börnum og sálrænan stuðning við þau. Heimsóknavinanámskeið Fyrir þá sem eru að hefja störf sem heimsóknavinir. Fjallað er um hugsjónir Rauða krossins og hlutverk sjálfboðaliða. Grunnnámskeið Rauða krossins Fyrir þá sem eru að hefja störf fyrir félagið og/eða hafa áhuga á að kynna sér starfsemi þess. Fjallað er um upphaf, sögu og hugsjónir Rauða kross hreyfingarinnar og helstu áherslur í starfi félagsins innanlands og utan. reykjavik@redcross.is. kopavogur@redcross.is. gardabaer@redcross.is. hafnarfjordur@redcross.is. Sálrænn stuðningur Fyrir þá sem vilja fræðast um sálrænan stuðning, læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Viðhorf og virðing Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja vinna gegn fordómum og mismunun gagnvart minnihlutahópum þar sem mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni eru höfð að leiðarljósi. Á námskeiðinu er velt upp viðhorfum okkar og annarra og þátttakendur fá á skemmtilegan hátt að horfast í augu við eigin fordóma. Áhersla er lögð á virka þátttöku og hópavinnu. Félagsvinur - mentor er málið Gefandi verkefni fyrir konur sem hafa áhuga á því að kynnast menningu annars lands og um leið að opna dyr að samfélaginu fyrir erlendum konum. Áhugaverð og gagnleg námskeið fyrir íbúa 26. sept. í Hafnarfirði 24. okt. í Hafnarfirði 20. okt. í Kópavogi 28. okt. í Kjós First Aid 10th of Oct. in Hafnarfjörður 21., 22. og 23. sept. í Reykjavík 19., 20. og 21. okt. í Reykjavík 16., 17. og 18. nóv. í Reykjavík 7., 8. og 9. des. í Reykjavík 3. og 5. nóv. í Hafnarfirði 9. og 11. nóv. í Kópavogi 24. sept. 27. okt. 24. nóv. Öll námskeiðin eru haldin á landsskrifstofu Rauða kross Íslands Efstaleiti 9 í Reykjavík 16. sept. á landsskrifstofu 5. okt. í Kjós 7. okt. á landsskrifstofu 22. okt í Hafnarfirði 3. nóv. á landsskrifstofu 17. sept í Hafnarfirði 12. okt í Kjós 15. okt í Hafnarfirði 27. okt í Kópavogi Framhald 29. okt í Hafnarfirði 26. okt. í Kópavogi 27. og 29. okt í Garðabæ Kjósarsýsludeild, Þverholti 7, Mosfellsbæ sími 898 6065. kjos@redcross.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.