Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 60

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 60
8 FERÐALÖG bil þurrka og er þá sól flesta daga allt fram í maí. Eftir að hafa búið í Panama á rigning- artímabili (júní, júlí, ágúst) er það þó mín reynsla að það sé alls ekki eins slæmt og það hljómar. Þvert á móti er það mikill kost- ur að veðrakerfin skuli endur- nýja sig með jafn markvissum hætti, loftið hreinsast við hverja dembu og gróðurinn ilmar um borg og frumskóga, frá fjöllum til stranda. Það er líka rétt að taka fram að jafnvel á rigningartímabili skín sólin reglulega. Hefðbund- inn dagur á þessu tímabili er þannig að á einum og sama deg- inu skín sólin í fjóra til sex tíma, þess á milli eru skúrir, jafnvel stöku steypiregn og svo þrum- ur og eldingar. Allur pakkinn á sama deginum! Og þeir sem búið hafa í hitabeltislöndum vita að rigning er ekki eins óþægileg og í köldu löndunum, því regnið er um eða yfir 30 stiga heitt og veld- ur engum kulda. Heit sturta! Til viðbótar við allt þetta má segja að Panama njóti þess að vera svo sunnarlega í Mið-Amer- íku að landið sleppur blessunar- lega við fellibylji, sem eru svo algengir aðeins norðar og aust- ar í þessum heimshluta. Er það verulegur kostur, ekki síst nú á tímum þegar veðrakerfin eru að verða enn viðsjárverðari. Sjórinn við Panamastrend- ur er hreinn unaður. Svo und- arlega sem það kann að hljóma er sjórinn heitastur þegar loftið er svalast en verður svo kaldari á heitasta tíma ársins. Þetta er sannkölluð guðsgjöf, því þannig er sjávarhitinn alltaf eins og þú vilt helst hafa hann. Það er fátt yndislegra en að fara út í fun- heitan sjó, en að sama skapi hent- ugt að sjórinn skuli kólna á þeim tíma ársins þegar sólin æpir á þig allan daginn. Dýralíf er gífurlega fjölbreytt á þessum slóðum. Sérstaklega er fuglalíf stórbrotið, enda land- ið bæði viðkomustaður farfugla og föst heimkynni glæsilegra fuglategunda í öllum regnbog- ans litum. Ernir eru hvarvetna algeng sjón, sömuleiðis pelíkan- ar og flamingóar. Paradísareyjar í Karíbahafi og Kyrrahafi Hér skal sérstaklega mælt með því að fara í stutta ferð til ein- hverra eyjanna undan strönd- um Panama, hvort sem þær eru í Kyrrahafi eða Karíbahafi. Enda þótt strendur séu víða ágætar á meginlandinu er sjórinn ekki eins tær þar og hann er við eyjarn- ar. Þar er á hinn bóginn hægt að fara í kristaltæran sjó, algerlega gegnsæjan, og eiginlega skyldu- verk að kafa eða í það minnsta snorkla á eftir hitabeltisfiskum í öllum regnbogans litum, með glæsileg kóralrif allt í kring. Í Karíbahafinu er að finna stórbrotinn eyjaklasa, Bocas del Toro, rétt sunnan við Kosta Ríka. Flug þangað tekur um 45 mínút- ur frá Panama og kostar um 180 dollara báðar leiðir. Bocas er lítill og einstaklega afslappað- ur bær, enda fólk í Karíbahaf- inu ekki mikið fyrir stress. Svo er bara hoppað upp í taxa, sem í þessu tilfelli er lítill bátur, og haldið eitthvert út í paradísina – á eftir höfrungum í Dolphin Bay, kafað við Coral Cay, glímt við sjóbretti eða annað strand- líf á Red Frog Beach og þannig mætti lengi telja. Auk þess er alveg nauðsynlegt að fara yfir á Zapatilla-eyjar, sem líta út eins og tveir risa- vaxnir inniskór úr lofti. Eyjarn- ar eru friðaðar, enda dýralíf með afbrigðum á heimsvísu. Snjóhvít- ar sandstrendur eru allan hring- inn, en auk þess er hægt að ganga inn í frumskóginn og kynnast hljóðum dýranna. Mögnuð upplif- un. Suma daga er ekkert mann- fólk á þessum eyjum og þá er draumurinn um Róbinson Krúsó kominn. Hægt er að finna ágæt hótel í Bocas þó að flest þeirra séu reyndar mjög ódýr og ekki íburðamikil. Einn stærsti kostur- inn við þennan stað er einmitt að hann er (enn sem komið er) full- komlega laus við alþjóðlegar hót- elkeðjur sem steypa allt í sama form. Annars er enn meira ævin- týri að gista í „bungalow“ úti á einhverri eyjunni, en þar er hægt að vera skilinn eftir nánast einn í heiminum, með hafið og dýra- NOKKUR VERÐDÆMI Á GÓÐUM VEITINGASTAÐ Í MIÐBORG PANAMA – MUN ÓDÝRARA EN VÍÐA ANNARS STAÐAR Espresso 1 $ / 125 kr. Café con leche 1.5 $ / 190 kr. Bjór, innlendur 2 $ / 250 kr. Bjór, erlendur 3 $ / 375 k. Vínglas hússins 4 $ / 500 kr. Vínflaska, miðlungs 16 $ / 2.000 kr. Mojito / Caipirinha / Margarita 5 $ / 625 kr. Sushi-bakki, heil máltíð 8 $ / 1.000 kr. Algengir kjúklingaréttir 10 $ / 1.250 kr. Algengur fiskréttur 10 $ / 1.250 kr. Nautalund 14 $ / 1.750 kr. Humarhalar, heil máltíð 16 $ / 2.000 kr. Leigubíll í Panamaborg 1,5-3 $ / 200-375 kr. FRAMHALD AF FORSÍÐU Frumskógurinn Það getur verið magnað að ganga inn í skóginn og hlusta á dýrahljóðin og fuglasönginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.