Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 66
34 12. september 2009 LAUGARDAGUR S iggi tekur orðið strax: „Harrý og Heimir urðu til sem lofgjörð okkar til gömlu útvarpsleikrit- anna sem við hlustuðum á sem börn: Hulin augu, Ambrose, Paul Temple.“ „Dickie Dick Dickens,“ skýtur Örn inn í. Og þá er uppsprettan komin í ljós: framhaldsleikrit Ríkisútvarpsins á sjötta og sjöunda áratugnum eftir að segulbandið kom til sög- unnar og sá möguleiki að vinna leikrit með klippingum. Þeirra blómatími var skammur í Guf- unni, en hlustun á þau var gríð- arleg fyrir daga sjónvarpsins, en um leið og það kom til voru dagar þeirra taldir. Þegar lokaþátturinn á Huldum augum fór í loftið 1961 voru götur auðar í Reykjavík. Ef slegið er inn nafnið á þessu dularfulla verki frá fyrri hluta sjöunda áratugarins kemur í ljós að því má hlaða niður af www. torrentz.com, rétt eins og tveim- ur seríum af Harrý og Heimi sem nú endurfæðast á sviði. Ef ég ekki vinn, kemur ekkert inn „Harrý og Heimir urðu til á Bylgj- unni 1988. Einar Sigurðsson og Páll Þorsteinsson réðu þá Bylgj- unni og við sendum inn þessa hugmynd,“ segir Karl. „Þetta var spaug um útvarpsleikritsformið og spæjarasitúasjónina.“ „Grunnurinn að þessu eru samt útvarpsleikritin sem við hlust- uðum á sem börn,“ segir Siggi, „þegar við vorum að hlusta á meistarana, Rúrik og félaga. Það blundaði í okkur þegar við vorum að gera þetta.“ Fyrst og fremst vorum við blankir, en í öðru lagi var söknuðurinn eftir gamla útvarpsleikritinu.“ Saga verksins „Fyrsta serían af Harrý og Heimi kom út 1988,“ segir Örn, „þá gerð- um við ellefu tuttugu og fimm mínútna þætti sem voru fluttir jafnmarga laugardaga í röð.“ Magnús Geir leikhússtjóri lýsti því svo snemma vors að Harrý og Heimir væri hans ljúfasta bernskuminning. Þeir þremenn- ingar segja að fyrir útgáfu þátt- anna ellefu í fyrra hafi þeir kom- ist að því að einhver hafi afritað þættina af Bylgjunni og sjá: þeir voru komnir á „einhverja torrent- síðu“. Þá voru þættirnir settir í útgáfu. „Þeir voru þá búnir að ganga manna á milli í kópíum og niðurhali í mörg ár,“ segir Örn. Seinni serían varð svo til 1993, en þá vildi Bylgjan hafa annan hátt á. Í fyrri seríunni voru þætt- irnir sjálfstæðir, en nú var krafa dagsins samfelld saga í fimm mínútna bútum. Úr urðu fjöru- tíu þættir og framhald, „það efni hefur aldrei komið opinberlega út aftur,“ segir Siggi, sem veit ekki betur því það má líka finna í bútt- legg-útgáfu á Netinu, „en á þeirri sögu byggist þetta leikrit.“ Sex hundruð síður Þegar til kom fundust ekki hand- rit, og höfundarnir þrír verða allir heiðarlegir í fram, það hafði „ein- hver“ týnt handritinu. Við förum ekki nánar út í það. Því varð að skrifa verkið upp. „Sex hundruð síður,“ segir Siggi. Nú var þraut- in þyngst að stytta verkið og koma því á svið: „Eitt er útvarpsleikrit og annað sviðsverk. Við okkur blasti hár veggur, hvernig eigum við að leysa þetta. Þar hefur glím- an staðið. „Þetta er ekki auðveld glíma, það er töff að gera þetta,“ segir Siggi, „formið er svo opið. Við getum farið í allar áttir og þannig voru útvarpsþættirnir. Það voru engin landamæri. Það mátti fara út fyrir söguna, út fyrir útvarpið. Við erum eiginlega að gera það sama á sviðinu. fara út fyrir rammann og koma fólki á óvart.“ Karl tekur undir: „Um leið erum við að reyna að vera trúir útvarpinu.“ „Þú átt að geta lokað augunum og hlustað,“ bætir Örn við. Gáfuleg greining Það er mikil hljóðmynd í sýn- ingunni. „Já, það er sannarlega fjórði leikarinn í sýningunni og það er hljóðmaðurinn, Óli Thor,“ segir Siggi, „bekkjarbróðir minn úr Leiklistarskólanum, loksins erum við aftur á sviði. Eftir þrjá- tíu og fimm ár.“ Siggi segir það hafa komið sér mest á óvart hvað Harrý og Heimir hafa átt gott framhaldslíf. Nú er uppselt á tut- tugu sýningar svo einhver áhugi er á verkinu nýja. „Það eru bæði börn og eldra fólk sem kannast við þessar persónur sem hafa haldist á lífi í slæmum afritunum, segir Siggi, „þetta gæti orðið fjöl- skyldusýning. Svo fer mjög vel um okkur á litla sviðinu, enda erum við líkamlega litlir leikarar þó að við séum andlega stórir leikarar – vonandi.“ „Djísös hvað þetta var djúpt,“ segir Örn og hlær. Nóg að gera Þeir eru allir meðlimir í Spaug- stofugenginu og nokkur ár eru liðin síðan Örn og Sigurður voru fastráðnir leikara hjá Þjóðleikhús- inu. Nú eru þeir í lausamennsku eins og Karl hefur alla tíð verið. Þeim líkar það vel. Spaugstofan er að fara í gang aftur en þeir hafa fleiri járn í eldinum. Karl hefur alltaf sinnt leikritun og er núna að vinna að óperu með Þorvaldi Bjarnasyni, draugasögu úr okkar tíma, en með draug frá liðinni öld. Örn er að undirbúa kvikmynda- handrit með Afa og Siggi leikstýr- ir farsa fyrir Loftkastalann sem kemur á svið eftir áramótin. Sú spurning hefur lengi vakað hvers vegna Spaugstofan hefur ekki ráðist í að gera kvikmynd. Karl verður fyrir svörum. „Það er góð spurning. Það hefur oft komið til tals en aldrei orðið neitt úr því af því að við höfum bara haft nóg annað að gera. En það hafa leitað til okkar framleiðendur, oftar en einu sinni, en aldrei orðið neitt úr.“ Siggi: „Við höfum alla burði til að gera bíómynd, það er ekki vandamál. Það þarf bara tíma og aðstöðu.“ Karl segir þá hafa í tví- gang farið af stað með handrita- smíð. Skotspónn og stíll Við leiðumst út í spjall um skop á sviði: „Tveir vitleysingar á sviði eru ekki fyndnir,“ segir Örn. „Sagan leiðir það í ljós, Gög og Gokke, Halli og Laddi, Abbot og Costello. Það verða alltaf að vera andstæður: einn streit og hinn vitlaus.“ „Þannig eru Harrý og Heimir, Harrý þessi alvarlegi spæjari og Heimir vitleysingur. Það er miklu auðveldara að skrifa þannig texta.“ Þeir eru á einu máli um að húmor þjóðarinnar hafi breyst gríðarlega á undanförnum áratugum, bannsvæði og bannorð hafi horfið og raunar sé allt leyfi- legt nú til dags, ekkert er leng- ur heilagt og rifja þá upp þegar frú Vigdís Finnbogadóttir birt- ist fyrst í skoplegu ljósi í Spaug- stofunni. Svo fullyrðir Karl að nú séu miklu fleiri greinar af spaugi en tíðkuðust, það séu miklu fleiri gerðir af húmor á ferðinni en var fyrir tuttugu árum. Margs konar gamansemi „Við höfum oft legið undir því ámæli í Spaugstofunni að við séum gamaldags og hallærisleg- ir, en í Spaugstofunni eru marg- ar tegundir af húmor, og þá spyr maður á móti: er það ekki bara allt í lagi að í bland sé húmor sem er bæði gamaldags og hallæris- legur? Hví skyldi fleiri en ein tegund af gamansemi ekki eiga rétt á sér?“ Spaugstofan hefur verið á ferð- inni síðan í janúar 1989. Þeir segjast vera spenntir að hefja þáttavinnsluna í haust. „Þetta er svo skemmtileg vinna,“ segir Siggi, „og svo er líka skemmti- legt hvað maður fær góð og mikil viðbrögð á það sem maður er að gera.“ „Þetta eru líka svo spenn- andi tímar að vinna við svona starf, ástandið, breytt umhverfi hvert sem litið er og alls konar nýr hugsunarháttur í gangi.“ Önnur mál á dagskrá Og þá er farið að tala um veið- ar: Siggi segist hafa veitt í sumar en það hafi ekki verið til skipt- anna. Örn er búinn að panta sinn flugeldaskammt fyrir áramótin, fimmtánda árið í röð. Karl segir það ósatt sem fram hafi komið í blöðunum í vor að hann væri á förum úr landi. Aftur berst talið að gömlu áhugamáli leikara: Hvað gerðu þeir síðast í húsinu sem við erum nú staddir í? Karl segist aldrei hafa leikið í Borg- arleikhúsinu fyrr en nú, bæði Siggi og Örn viðurkenna hlæj- andi að þeir hafi fyrst komið fram í húsinu í ballett á vegum Íslenska dansflokksins fyrir mörgum árum. „Ég dansaði við þessa flinku amerísku stelpu,“ segir Siggi og kímir, „lék asnann í Draumi á Jónsmessunótt. Hafði gott grip.“ Karl segist reyndar ekki hafa leikið á sviði í tíu ár. „Við gerum ekki annað en dusta rykið af einhverju gömlu,“ segir Siggi, „Kalli kominn á svið og Harrý og Heimir líka.“ Frumsýning á nýrri versjón af gömlu útvarpsleikriti verður á litla sviði Borgarleikhússins í kvöld og hefst kl. 20. Húsið er troðið og uppselt á næstu tuttugu sýningar. HARRY OG HEIMIR (SIGGI SIGURJÓNS, KARL ÁGÚST OG ÖRN ÁRNASON) Leikararnir eru á einu máli um að húmor þjóðarinnar hafi breyst mikið á undanförnum áratugum. „Við erum líkamlega litlir leikarar“ Það er stund milli stríða þegar þeir Siggi Sigurjóns, Karl Ágúst og Örn Árna taka á móti blaðamanni í rökkvuðum forsal Borgarleikhússins. Það er að klárast vinna við Harry og Heimi á litla sviðinu og endapunkturinn tekinn að skýrast: frumsýningin sem er í kvöld. Þetta eru vanir menn, komnir yfir miðjan aldur og það skýrir útvarpsleikrit sem komið er á fjalirnar eins og Páll Baldvin Baldvinsson komst að. Þetta eru líka svo spennandi tímar að vinna við svona starf, ástandið, breytt umhverfi hvert sem litið er og alls konar nýr hugsunarháttur í gangi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.