Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 80

Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 80
48 12. september 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is >ÓSÁTT FYRIRSÆTA Fyrirsætan Tyra Banks sat nýlega fyrir svörum í viðtali við Cynth- iu McFadden fyrir sjónvarpsþátt- inn Nightline. McFadden spurði Banks út í illdeilur hennar og fyrr- verandi dómara í þáttunum Am- erica´s next top model. Banks brást ókvæða við og svaraði: „Ég myndi ekki spyrja þessarar spurn- ingar ef ég væri þú.“ „Hann er týndi hlekkurinn sem vantaði í bandið,“ segir Jón Þór í hljómsveitinni Dynamo Fog um Sindra Eldon, sem nú hefur geng- ið til liðs við sveitina. „Við náðum satt að segja aldrei almennilega saman með Axel, en nú er tríóið fullkomnað.“ Sindri spilaði sem kunnugt er með Dáðadrengjum og hefur sungið með pönkbandinu Slugs auk þess að semja músík einn síns liðs. Hljómsveitin Dynamo Fog hefur vakið nokkra lukku síðustu misserin, þá helst fyrir „Let‘s rock and roll“, sem er svo grípandi stuð- rokkari að það var notað í hand- boltaauglýsingu á Ríkissjónvarp- inu. Sindri kemur í stað Axels „Flex“ Árnasonar, sem yfirgaf bandið og spilar nú á trommur með Jeff Who? - „Tja, hvað heitir það? Listrænn ágreiningur?“ segir Jón Þór og hlær. Það kom sér illa að Axel gekk úr skaftinu því hljómsveitin var búin að taka upp níu lög af tíu fyrir fyrstu plötuna sína. „Ég held að þær upptökur verði nú bara að safna ryki því Axel vill fá ákveðna upphæð fyrir þær og hana eigum við ekki til,“ segir Jón Þór, en Axel er upptökumaður og rekur sitt eigið hljóðver. „Þetta verður bara tekið upp frá grunni enda er bandið breytt með tilkomu Sindra, það er miklu meira indí í gangi og meiri groddi.“ Jón Þór segir „nýjan singúl“ væntanlegan bráðlega, bandið verði á Iceland Airwaves og „svo verður bara spilað á öllum sóða- kömrum á landinu“. - drg Sindri Eldon geng- inn í Dynamo Fog MEIRA INDÍ, MEIRI GRODDI! Dynamo Fog: Sindri Eldon, Jón Þór Ólafsson og Arnar Ingi Viðarsson. MYND/ERNIR EYJÓLFSSON Rappsöngkonan Speech Debelle frá London hlaut hin virtu Mer- cury-tónlistarverðlaun á dögun- um. Mörgum kom útnefningin í opna skjöldu enda Debelle óþekkt nafn í tónlistarbransanum. Skák- aði hún þekktum flytjendum á borð við Kasabian, Glasvegas og La Roux sem voru einnig tilnefnd. Debelle, sem er 26 ára, átti aftur á móti von á sigrinum. „Ég er sannfærð um að ég eigi eftir að vinna,“ sagði hún degi fyrir verðlaunahátíðina. Bætti hún kokhraust við að fimm Grammy-verðlaun væru næst á dagskrá. Áður en Debelle var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í júlí hafði plata hennar Speech Ther- apy aðeins selst í um 1.500 eintök- um í Bretlandi. Núna hefur talan væntanlega hækkað upp úr öllu valdi. Hún hefur sjálf lýst plötunni sem hip hop-útgáfu af Tracy Chapman, sem sló í gegn á níunda áratugnum með lögunum Fast Car og Talkin ´Bout a Revolution. Debelle fæddist í hverfinu Crystal Palace í suðurhluta Lond- on. Hún lenti ítrekað í vandræð- um í skólanum og hætti að lokum. Eftir það fór hún að nota eiturlyf og var henni í framhaldinu hent út á götuna af móður sinni. Aðeins nítján ára tók harður heimur við og þurfti hún að gista á ódýrum farfuglahótelum og hjá vinum. Mörg lög á Speech Therapy fjalla um það sem hún hefur gengið í gegnum, þar á meðal heimilis- leysið, fjarverandi föður og kynni sín af glæpum og leiðinlegum störfum. Núna eru Debelle allir vegir færir og ætlar hún að nota Mer- cury-verðlaunaféð, sem nemur rúmum fjórum milljónum, til að stofna sitt eigið útgáfufyrirtæki. Rappsöngkona vann Mercury SPEECH DEBELLE Debelle hlaut hin virtu Mercury-verðlaun á dögunum og kom útnefningin mörgum í opna skjöldu. NORDICPHOTOS/GETTY Sveppi er kominn með nóg af ístrunni framan á sér. Hann ætlar að léttast um níu kíló undir leiðsögn Gillzeneggers. „Ég þarf að fara niður í 80 kíló. Það er markmiðið. Ég er svona 88,7,“ segir sjónvarpsmaður- inn Sverrir Þór Sverrisson, best þekktur sem Sveppi. Nektarmyndir af Sveppa birt- ust í þætti hans og Audda á föstu- daginn í síðustu viku. Myndirnar, sem voru teknar í hótelherbergi í Finnlandi, komu Sveppa í opna skjöldu og hann sór þess eið að komast í betra form. „Ég er í mjög slæmu formi miðað við hvernig ég var í boltan- um í gamla daga,“ segir Sveppi. „Ég var harður! Menn eru enn þá að tala um snúningana mína í hægra horninu í ÍR.“ Líkamsræktarfrömuðurinn Egill „þykki“ Einarsson sér um að tálga kílóin utan af Sveppa, sem er afar ósáttur við valið. „Mér finnst hann óþolandi,“ segir Sveppi. „Hann er svo klikkaður, algjör steik. Ég er í nettri tilvistarkreppu. Ég nenni þessu ekki, síst af öllu með Gillz, en ég verð að gera þetta! Þetta er mjög erfitt, enda græt ég mig í svefn á kvöldin.“ Málið reynir augljóslega á ber- skjaldaðar tilfinningar Sveppa, enda umvafinn glæsimennum frá degi til dags. „Auddi er orð- inn alveg helslimmaður og flott- ur,“ segir hann. „Pétur grennist og grennist. Hann er iðinn við að fara í göngutúra og passar upp á matarræðið á meðan Auddi er meira fyrir að fara í ræktina og taka skvass.“ Margir muna eftir þegar Gaui litli fór í sams konar átak og var vigtaður í beinni útsendingu sjónvarpsins. Sveppi óttast ekki að vera kallaður Sveppi litli um ókomna tíð. „Það eru svo mörg nöfn sem ganga um mig að ég yrði bara sáttur við það. Það er flott! Þegar ég labbaði hringinn í kringum landið var ég kallaður Sverrir Pétur. Svo þegar ég fór að bæta á mig fóru menn að kalla mig krullóttu kjötbolluna. Þannig að Sveppi litli hljómar bara ágæt- lega.“ Sveppi verður vigtaður reglu- lega í þætti þeirra Audda og það er mikið í húfi. Ef honum tekst ekki ætlunarverkið þarf hann að hlaupa nakinn niður Laugaveginn, en Auddi virðist sleppa létt þar sem Sveppi hefur ekki samið við hann um refsingu ef markmiðið næst. atlifannar@frettabladid.is SVEPPI KEMUR SÉR Í FORM FYRIR ÁTAK Við bíðum spennt eftir „eftir“-myndinni. „Landið er mjög ólíkt Íslandi og það er alveg óhætt að segja að ég hafi fengið nett menn- ingarsjokk þegar ég kom þangað fyrst. En þetta var fljótt að venjast, enda var fólkið svo yndislegt og hjálp- samt. Ég held að mér hafi þótt erfiðast að venjast matnum þarna og er mjög fegin að geta borðað brauð með osti aftur,“ segir Tinna Þórarinsdóttir, sem bjó í heilt ár í Taípei, höf- uðborg Taívans, þar sem hún lagði stund á kínversku. Tinna útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands fyrir einu ári og ákvað í kjölfarið að hefja nám í kínversku. Aðspurð segist hún vera farin að geta bjarg- að sér á tungumálinu en eiga enn nokkuð langt í land áður en hún geti talist fullnuma í kínversku. Tinna segir að dvölin í Taívan hafa verið ómetanleg reynsla þó að henni hafi þótt erfitt að vera svo lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum. „Það er margt sem við getum lært af þeim. Þetta er menning sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Fólk ber mikla virðingu fyrir hvert öðru og eigum annarra og það er voða lítið um glæpi þarna. Mér þótti ég til dæmis mun öruggari í Taípei þar sem búa 2,5 milljónir manna heldur en í Reykjavík. Gallinn væri þá helst hvað það rennur hægt í þeim blóðið, það tekur allt alveg rosalega langan tíma þarna,“ segir Tinna að lokum. - sm Saknaði mest íslenska matarins ÓMETANLEG REYNSLA Tinna bjó í heilt ár í höfuðborg Taívans og ber heimamönnum vel söguna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innsogslyf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.