Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Page 5

Fálkinn - 28.06.1965, Page 5
' Thorsten Nilsson utanríkisráðherra er fæddur í Nevis- hög 1. apríl 1905, og var faðir hans múrari. Hann tók gagnfræðapróf, gekk síðan á iðnskóla, en Iagði því næst - leið sína til Þýzkalands, þar sem hann stundaði nám I i lýðháskóla. Múraraiðnina lagði hann fyrir sig 1922—’29, var ritari í héraðssambandi ungra jafnaðarmanna á - Skáni 1927—’30 og formaður þess 1930—’34. Hann varð formaður landsambands ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð 1934, en var ritari sænska jafnaðarmannaflokksins 1940 —’48 Ráðherra varð hann fyrst 1945, fer nú með utan- ríkismál, en gegndi áður embætti félagsmálaráðherra sér ólíkar leiðir í varnarmálum sínum. En sú staðreynd hef- ur ekki áhrif á einingu Norðurlandanna, sem hvorki er ný af nálinni né tilviljunarkennd. Sú eining kemur skýrt fram í samskiptum Norðurlandanna við umheiminn. Fálkinn: Hvað vilduð þér segja um fiamtíð norrænnar samvinnu? Thorsten Nilsson: Þegar við víkjum talinu að framtíð- inni, verðum við fyrst að minnast alls þess, sem þegar hef- ur gerzt, ekki sízt frá stríðslokum. Á hverju sviðinu á fæt- ur öðru hafa hinar norrænu þjóðir færzt nær hver annarri, ekki hvað sízt á sviði menningar- og efnahagsmála. Þáttur Norðurlandaráðs í þessari þróun hefur haft sérstaka þýð- ingu. Flestir eru sammála um, að fundur Norðurlandaráðs í Reykjavík í janúar síðastliðnum hafi stigið stórt spor í rétta átt. Síaukin samskipti eiga sér stað, og í Ijós hefur komið, að æ fleiri svið kalla á sameiginlega lausn. Við, sem tilheyrum Norðurlöndum, virðum hina markvissu, eðlilegu þróun. Og það er einmitt þetta, sem sífellt er að gerast. Að vísu er það rétt, að á sviði efnahagsmála til- heyrir ísland ekki EFTA. En við skiljum þær aðstæður, sem liggja að baki stefnu íslendinga, og við gerum ráð fyrir, að verzlunarhindranir hverfi af sjálfu sér úr sögunni smátt og smátt. Það er erfitt að segja til um ákveðnar framtíðaráætlanir í norrænni samvinnu. Það nægir okkur að vita, að samvinnan fer vaxandi og tekur fyrir fleiri verkefni. Og þátttaka íslands í þessari samvinnu hefur mikla þýðingu, — einnig fyrir hin Norðurlöndin. Mælskur vottur um það er Norræna húsið, sem nú er að rísa í Reykjavík. Fálkinn: Hver eru kynni ráðherrans af fyrri heimsókn- um hans til íslands, og hver er skoðun hans á þýðingu ís- lands innan Norðurlandanna? Thorsten Nilsson: Eftir stuttar dvalir á íslandi hef ég ekki haft eins mikil kynni af landi og þjóð og ég hefði óskað. En það hefur haft mikil áhrif á mig að sjá hina einkennilegu náttúru landsins og hvernig íslendingar hafa brugðizt við sérstæðum og erfiðum aðstæðum. Það er stöð- ugt vandamál að laga líf mannsins og atvinnulífið eftir að- stæðum náttúrunnar, og á þessu sviði hafa íslendingar fundið lausnii-, sem eru á annan veg en hjá hinum Norður- landaþjóðunum. Það er mín skoðun, að okkur Svíum sé hollt að hafa í huga framlag íslendinga til norrænnar menningar. Hinn forni fundarstaður Alþingis á Þingvelli ber enn vitni um elzta lýðræði á Norðurlöndum, og sá menningararfur, sem fslendingar hafa varðveitt og endurnýjað, hefur djúp áhrif á okkur. ísland er tákn um hið upprunalegasta, en jafnframt hið lífseigasta og lífvænlegasta í norrænni menn- ingu, og hinir frægu núlifandi íslenzku rithöfundar sýna okkur, að hin forna hefð lifir enn. Ég trúi því þess vegna, að ísland hafi mikla menningarlega þýðingu fyrir hin Norð- urlöndin, og ég geri ráð fyrir auknum samskiptum á þessu sviði í framtíðinni, svo og á sviði vísinda og tækni. Erfiðara á ég með að spá um samskipti þjóða okkar á sviði efnahágs- og félagsmála, en einnig í þeim efnum bendir þróunin til aukinnar samvinnu. Ég hlakka til að koma til íslands aftur á þessu sumri og vonast til að ég geti þá í samtölum við menn og með eigin augum kynnzt betur, hvernig íslendingar leysa þjóðfélags- vandamál sín og búa sig undir framtíðina. FALKINN ONSKAR LTRIKESIUINISTER THORSTEN NILSSON HJARTLIGT V/XLKOMfVIEN TILL ISLAND.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.