Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Síða 19

Fálkinn - 28.06.1965, Síða 19
farið lækkandi. Þessi þróun hefur verið Svíum erfið, þar sem þeir greiða hærri laun en víðast annars staðar. Götaverken taldi því nauðsynlegt að taka tæknina í sína þjónustu enn meir en áður og reyna að fækka vinnustundum við hvert skip svo sem mögulegt væri. Og þetta hefur svo sannarlega tekizt. Þeir geta nú smíð- að tvö 70 þúsund tonna flutningaskip á 20 vikum. En slíkur vinnuhraði krefst mikils skipulags. Og til þess að gera þetta mögulegt varð að reisa nýja skipasmíða- stöð, sem byggðist á allt öðrum forsendum en áður tíðk- aðist. Þetta kemur strax í ljós, þegar athuguð er lega hinnar nýju stöðvar. Venjulegar skipasmíðastöðvar teygja sig meðfram ströndinni. Skipasmíðastöðin í Aren- dal er hins vegar aðeins 300 metra meðfram sjó, en nær aftur á móti heilan kílómetra inn í landið. Annað mikið vandamál skipasmíðinnar er veðurfar. Talið er, að allt að 25% vinnustunda fari forgörðum utanhúss vegna regns, myrkurs eða kulda. Forráðamenn Göta- verken ákváðu því að láta sem allra mest af vinnunni fara fram innanhúss. Til þess að auðvelda alla fram- kvæmd og ná auknum hraða var ákveðið, að öll vinna frá því stálplöturnar koma til stöðvarinnar og þar til skipið siglir á brott færi fram að sem allra mestu leyti í beinni línu. Og hvernig er svo farið að því að smíða 70 þúsund tonna skip innanhúss á 20 vikum? í sem allra stytztu máli mætti lýsa því þannig: Stálplötur og stálbitar koma til skipasmíðastöðvarinnar með járnbrautarlestum, sem losaðar eru beint á birgðasvæði stöðvarinnar. Þar eru plötur og bitar sundurgreindir með stórum krönum og raðað saman efni eftir teikningum skipanna. Því næst er efnið sett á geysimikið færiband, sem flytur það um hreinsi- og málningarstöðvar inn í 20 þúsund fermetra hús, þar sem efnið er skorið og mótað. Þaðan fer svo efnið enn á færiböndum, annaðhvort inn í samsetningar- húsið eða yfir í verkstæði, sem annast alla smærri smíð og innréttingar í skipunum. Þetta verkstæði er um 6 þúsund fermetrar að stærð, og er því skipt í tvo hluta. Annars vegar eru soðnar saman smærri einingar, en hins vegar smíðaðar yfirbyggingar skipanna í ein- stökum hlutum. Hinu geysistóra samsetningarhúsi er einnig skipt í tvo hluta, og er því hægt að vinna þar að samsetningu tveggja skipa í einu. Þetta hús er 228 metrar á lengd og 32 metrar undir þak. Þurrkvínar tvær ná drjúgan spöl inn í húsið, og þar er byrjað að setja skipsskrokk- ana saman, byrjað aftast, og síðan mjakast hálfsmíðuð skipin hægt og hægt út úr húsinu eins og þegar tann- krem er kreist úr túbu. Hurðir hafa verið smíðaðar með það fyrir augum sérstaklega, að hægt sé að láta þær falla að skipsskrokknum, og fer því öll hin erfiða vinna samsetningarinnar fram innanhúss. Risakranar, sem bor- ið geta 80 tonn, flytja hina einstöku hluta skipsskrokks- ins. sem áður hafa verið soðnir saman, á sinn stað. Allt gerist þetta með slíkum ógnarhraða og slíku öryggi, að maður stendur höggdofa. Vinnuskilyrði eru ótrúlega góð. Hávaði er að vísu tölu- verður, en þó ekki eins mikill og búast mætti við. Hróp og köll eru engin, því að símasamband er á milli þeirra manna, sem á slíku þurfa að halda. Öll er stöðin áberandi hreinleg, og skipulag vinnunnar og öryggisútbúnaður til sérstakrar fyrirmyndar. Eins og áður er sagt, teygjast þurrkvírnar inn í sam- setningarhúsið. Þær eru 334 metra langar, 46 metra breiðar og rúmlega 10 metra djúpar, miðaðar við, að í þeim megi smíða 150 þúsund tonna skip. Við hafnarbakkann liggur 70 þúsund tonna nýsmíðað skip, sem verið er að ljúka við að prófa og verður af- hent innan fárra daga. Það eru norskir útgerðarmenn, sem kaupa, og þeir eru þegar komnir til að veita skip- inu viðtöku. Norðmenn eru stærstu viðskiptamenn Göta- verken, en annars smíða þeir skip fyrir ýmsar þjóðir. Mest smíða þeir af flutningaskipum, en þeir hafa einnig smíðað þekkt lúxusfarþegaskip eins og t. d. „Stockholm“ og „Stella Polaris". Ekki getur hjá því farið að íslendingur finni til smæð- ar sinnar, þegar hann skoðar stórfyrirtæki á borð við Götaverken. Jafnvel í Svíþjóð, sem er auðug og fjöl- menn þjóð telst Götaverken með stærstu fyrirtækjum, og greinilegt var, að maðurinn, sem sýndi blaðamanni Fálkans hina nýju skipasmíðastöð í Arendal, gerði það með stolti. Hér sást áþreifanlega, hvað hægt er að gera, þegar saman fara tækni, vísindi og vinnuhagræðing.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.