Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Page 22

Fálkinn - 28.06.1965, Page 22
A M l'NÚ TU atriðum allt sem fyrir augu bar, og verSur því látið nœgja að bregða hér upp skyndimynd af því, hvernig Volvo-bíllinn verð- ur til. Við gestirnir vorum fyrst leiddir upp í stóran fundarsal, þar sem okkur var gerð grein fyrir helztu atriðum í rekstri félagsins, en síðar vorum við settir upp á litla vagna, sem tengdir voru sam- an í langa halarófu eins og járnbrautarlest. Vorum við því œrið fegnir, einkum eftir að okkur hafði verið sagt, að leið bílsins um verksmiðjumar vceri 9 kílómetra löng. Var ekki laust við, að ýms- ir gestanna iðruðust heimsóknar sinnar við þessi tíðindi. En þeim mun meiri var fögnuðurinn, þegar „Járnbrautarlestin” birtist. Og nú skulum við kynna okkur ofurlítið bílasmíði þeirra Volvo- manna. ► Þegar efnishlutarnir eru komnir inn í verksmiðjuna, þarf að yfirfara þá ná- kvæmlega og ganga úr skugga um, að allt sé í lagi. Því næst fara hinir ein- stöku hlutar á sinn stað í hinum geysi- stóru færibandasamstæðum. Þó eru einstöku hlutar festir saman í stærri einingar, og má hér sjá stúlkur að vinnu við að setja saman mælaborð. Þegar samsetningin hefst, er fyrsta verkið að sjóða saman hliðar og þak. Til þess er notuð sérstök tegund vél- knúinna logsuðutækja, sem sjást á myndinni. Sjóða þarf saman 350 málm- stykki með 10 þúsund suðupunktum til þess að ná þeim styrkleika sem Volvo-menn gera sig ánægða með. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.