Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Side 45

Fálkinn - 28.06.1965, Side 45
ans og byrja að benda og tala. Tracy var að spyrja spurn- inga, og stjórnarfulltrúinn var að svara þeim. Bill sá, að þau hlógu bæði og Tracy yppti öxl- um afsakandi. „Hún er að æfa melóvakískuna sína á honum,“ hugsaði Bob. „Bráðum fer hann að sleikja lófa hennar.“ „Hún ætlar að standa sig,“ sagði einn af fréttamönnunum. „Kannski verður heimsóknin ekki eins misheppnuð og mað- ur bjóst við.“ MELÓVAKÍSKU blöðin voru varkár. Þau töluðu um hina „fjörlegu ungu sendi- herradóttur“. Tveim dögum síðar bættist orðið „hlý“ við og svo „skilningsrík“. Á þriðja degi heimsóknarinn- ar þegar Tracy var búin að heimsækja ófullgerða skóla- byggingu og vaða tvær klukku- stundir í leðjunni fyrir utan spyrjandi spurninga af lífleg- um áhuga, gleymdu fréttamenn melóvakísku blaðanna öllu hlutleysi og töluðu um Tracy sem „yndislegasta gest, sem sótt hefur okkur heim.“ TRACY fór ekki eftir nein- um reglum og fyrirfram gerðum áætlunum. Hún talaði við fólkið hvar sem hún kom á skrítinni melóvakísku, hún hélt óformleg samsæti fyrir há- skólastúdentana og lét alla dansa og syngja af mesta kappi, hún vildi sjá allt og kynnast öllu, og múrarnir bráðnuðu fyrir æsku hennar, fegurð og persónutöfrum. Hún klæddi sig á þjóðlega vísu og vakti mikla hrifningu þegar hún kom fram með melóvakíska loðhúfu á höfð- inu. Myndir af henni birtust í blöðum Landsins Okkar, og ný tízka hélt innreið sína: „Tracy hattudinn“. Á fyrsta fundinum með frétta- mönnum frá Landinu Okkar var Tracy sýnd sú virðing sem henni bar. Hún hafði gert meira til að ávinna Landinu Okkar góðvild melóvakísku þjóðarinnar en allar gjafir, lán, styrkir og sendinefndir fram að þessu. „Álítið þér, ungfrú Gilmore, að yður hafi tekizt að kynnast Melóvökunum eins og þeir eru í raun og veru?“ spurði einhver í hópnum. „Að einhverju leyti, vona ég,“ svaraði Tracy. „Ég hef reynt það af fremsta megni. Ef þeim geðjast ekki að okkur, er það aðeins vegna þess að þeir skilja okkur ekki. Við skiljum þá ekki heldur, svo að það er jafnt á komið með báðum að- ilum.“ „Er það rétt, að þér hafið kviðið þessari heimsókn?“ spurði annar. „Nei, öðru nær,“ skrökvaði Tracy glaðlega. „Ég hlakkaði mjög til að koma hingað og eyddi mörgum vikum í að kynna mér sögu og siði lands- manna og læra tungu þeirra.“ „Hafið þér farið á skíði hér, ungfrú Gilmore?“ spurði Bill Meredith. „Nei,“ svaraði ungfrú Gil- more með kuldalegu kæruleysi. „Ég hef ekki haft neinn tíma til þess.“ HAFIÐ þér í huga að gifta yður á næstunni?“ spurði Bill Meredith. „Þetta er nærgöngul og óvið- eigandi spurning,“ svaraði ung- frú Gilmore, ,,en svarið er nei.“ „Hvernig manni mynduð þér dást mest að, ungfrú Gil- more?“ spurði eina konan í hópnum. „Manni sem ekki ráfaði á- fram í þoku, staurblindur af fordómum og fyrirfram mótuð- um skoðunum," svaraði Tracy og sendi Bill nístandi augna- ráð. Spurningar og svör flugu á milli eins og tennisboltar. Tracy svaraði stundum beint og stundum út í hött. Charles Gil- more hlustaði blygðunarlaust gegnum skráargatið frá næsta herbergi, og þegar öllu var lok- ið blandaði hann sér sterkan drykk úr melóvakísku vodka og drekka skál dóttur sinnar. „Verst að hún skuli ekki vera karlmaður,“ sagði hann upp- hátt við tómt herbergið. „Hún er fæddur diplómat, stelpan.“ Hann hafði þekkt dóttur sína lengi, nánar tiltekið í tuttugu og tvö ár, og hann þekkti hvert blæbrigði í rödd hennar. Honum var ljóst, að eitthvert samband var á milli Tracy og Bill Meredith, og að þau höfðu verið að tala saman á dulmáli meðan fundurinn stóð yfir. Hann þekkti Bill Meredith ekki persónulega, en hafði heyrt, að ungi maðurinn væri vel gefinn, duglegur og það sem óvenjulegra var — heið- arlegur piltur. Charles var ekk- ert óánægður. Seinasta spurningin hafði ver- ið á þessa leið: „Gætuð þér hugsað yður að giftast diplómat, ungfrú Gilmore?" „Því ekki það?“ hafði Tracy svarað. „Ég gæti líka hugsað mér að giftast lækni eða leigu- bílstjóra — eða jafnvel blaða- manni,“ bætti hún við ísmeygi- lega. Allir nema Bill Meredith höfðu hlegið dátt. Hann velti fyrir sér hvað myndi gerast ef hann æddi til Tracy, gripi hana í fang sér og fullvissaði hana um, að hún ætti ekki að giftast neinum öðrum en blaðamann- inum Bill Meredith. TRANSISTOR ÚTBÚNAÐUR FYRIR RAFKVEIKJUR 'l BIFREIDIR KVEIKJUÞRAÐASETT Höfum á lager hina þekktu og traustu PRESTOLITE varahluti í bifreiðir. Pósísendum. Heildsölubirgðir. JHUNDERVOLT" kerti A prestolite) ALTERNATOR NEOPRENE KVEIKJUÞRÆDIR Á 50 FETA SPÓLUM GiSLI JÓNSS0NK0.HF. SKÚLAGÖTU 26 SIMI 11740 . FÁLKINN 45

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.