Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Page 50

Fálkinn - 28.06.1965, Page 50
HLJOMAR *T r * ^ENEÞIKT VI6GÓSSOM SKRIFAR UKI^ SKEMMTAN/ALÍFIí> <=^ Fyrsta hljómplata hinna vinsælu Hljóma hefur selzt í yfir 4000 eintökum, svo að ekki hafa þeir farið amalega af stað, dreng- irnir, og nú er væntanleg önnur plata, og eins og áður eru lögin eftir Gunnar Þórð- arson einn gítarleikara hljómsveitarinnar, en textarnir eru að þessu sinni eftir Omar Ragnarsson. Þá hef ég frétt, að í bígerð sé að koma með 12 laga L.P. plötu með Hljómum, en ekki er það ákveðið. DÝRIN Á FERÐ The Animals koma fram í brezku myndinni Pop Gear, sem var nýlega kvikmynduð í Bretlandi. í þessari mynd syngja þeir topplögin sín: „House of the Rising Sun“ og „Don’t Iet me be misunderstood,“ en bæði þessi lög hafa orðið vinsæl hér. í maí sl. ferðuðust Animals um U.S.A., Japan og Svíþjóð og var alls staðar vel tekið, enda er þetta prýðisgóð hljómsveit, þó að nafnið sé ekki beint aðlaðandi. Munið þið ekki eftir skrækróma stúlkunni, sem söng lagið „May boy Lollipop“, sem var mjög vinsælt hér ekki fyrir ýkja löngu. Hún heitir Millie Small, 16 ára dökk á brún og brá og fædd á Jamaica. Þetta umrædda lag komst í 1. sæti í Bret- landi. TÓNAR í LÍDÓ íslenzka gítarhljómsveitin Tónar eru tekn- ir að leika aftur í Lídó eftir nokkurt hlé. Tónar leika mjög vel að mínu áliti, en gjarnan mætti klippa trommuleikarann. Annars er sviðsframkoma piltanna á hljóm- leikum annars staðar til fyrirmyndar. ÓFYRIRSJÁAIV- LEGT SLYS P. J. Proby heitir ensk- ur söngvari, sem þykir nokkuð ósiðlegur, því tví- vegis hefur það komið fyrir á hljómleikum, að buxurnar hafa rifnað utan af honum vegna mikillar innlifunar í að skemmta áheyrendum. — Nokkur hljómleikahús hafa útilokað Proby vegna þessarar framkomu svo það er engin furða, þó að hann sé hnugginn á myndinni. Væri ekki upplagt fyrir Musica Nova að fá Proby hingað til hljómleikahalds? HAMLET Hayley Mills heitir réttu nafni Catherine Rose Vivian Mills. Hún er mikill dýravinur og hundurinn, sem er með henni á myndinni er í leiklistarskóla hjá henni og draumur Hayley er að koma honum í einhverja kvikmynd. — Hundurinn heitir reyndar Hamlet, svo að ekki þarf að skipta um nafn á seppa, þegar hann kemst í sviðsljósið. OSKAMYNDIN ?á, sem langar að fá Dirta mynd af uppáhalds- iöngvaranum sínum eðz. eikara, er bent á að þátt- irinn birtir þá mynd, sem 'lestir biðja um á fjögurra dkna fresti. Skrifið strax úag. 50 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.