Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Side 58

Fálkinn - 28.06.1965, Side 58
• Fdlkinn heimsœkir tvö stœrstu dctgblöS Sví- þjóðar, sem gefin eru út af sömu aðilum og búa við bezt skilyrði allra blaða d Norðurlöndum • í Marieberg í Stokkhólmi hefur risið nýtt stórhýsi, sem gnæfir yfir umhverfi sitt eins og' fjallstindur. Þetta er blaða- húsið mikla, det stora tidnings- huset; húsið sem aldrei sefur. Þarna eiga aðsetur sitt tvö stærstu blöð á Norðurlöndum, Dagens Nyheter og Expressen. Dagblöðin sjdlfstœtt afl. Áður en við skoðum þetta mikla hús, göngum við á fund annars aðalritstjóra Dagens Nyheter, Olof Lagercrantz, sem sennilega er nafnkunnasti blaðamaður Svía og þekktur er hér heima eftir að hann hlaut bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs á sl. vetri fyrir bók sína um Dante. Við hitt- um Lagercrantz í rúmgóðri þægilegri skrifstofu og biðjum hann að segja okkur svolítið frá sænskum dagblöðum. Hann svarar brosandi: — Ég veit ekki, hvort ég get raunar sagt svo mikið um sænsk dag- blöð almennt, þvi að ég þekki aðeins eitt sænskt dagblað, Dagens Nyheter. Og Dagens Nyheter er stórt og auðugt blað, hundrað ára gamalt, full- þroska og óháð. Og það má heita almenn þróun hér í Sví- þjóð, að blöðin verði sífellt ó- háðari, séu ekki lengur mál- gögn stjórnmálaflokks, þjóð- félagsstéttar, trúarflokks eða nokkurs annars tiltekins hóps. Að vísu eimir enn eftir af þessu, en í miklu minna mæli en fyrr. Og Dagens Nyheter, sem starf- ar á traustum fjárhagsgrund- velli, talar einungis sínu eigin máli, við erum ekki fulltrúar neins flokks eða stéttar, og fyrir þá sök gegnir blað okkar miklu stærra hlutverki. Þá er þess einnig að gæta, að í landi eins og okkar gegna dagblöð einnig hlutverki vikublaða og tímarita í hinum stærri lönd- ur.:. Leiðarar okkar og kúltúr- síður eru því geysiþýðingar- miklar fyrir alla menningar- starfsemi, og það er kannski ekki hvað sízt þess vegna, sem við teljum okkur nauðsynlegt að vera óháðir. Þegar til kosn- inga dregur, hefur Dagens Ny- heter stutt Folkpartiet, nema í kosningunum 1958, en við telj-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.