Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Page 8

Fálkinn - 11.07.1966, Page 8
Bardot kroppur Hér með eru aðdácndur B. B. sviptir draum- sýn sinni. Leikkonan Brigitte Bardot, sem hefur séð frægðarsól sína hækka eftir því sem fötunum hefur fækkað, notar staðgengil í nektaratriðum. Það var þegar verið var að kvikmynda sögu eftir Moravia, að Brigitte átti að skreppa í bólið með mótleikara sín- um, Jack Palance. En B. B. neitaði og sagði: — Ég fer aldrei úr meiru en pilsinu. Þá var náð í nektardansmær úr Lidoklúbbnum í París, Maud Chapel, sem kippti sér ekki upp við að sýna þær útlínur sem með þurfti. Ágóftinn var lítill, en ánægjan þeim mun meiri Þau fengu aðeins einn dollar í kaup, en ánægjan af starfinu var óborgan- leg. Marcello Mastroianni, Rita Hayworth, Yul Brynner og Terence Young leikstjóri stóðu í sameiningu að sakamálamyndinni „Valmúinn er aðeins til augnayndis!“ Hagnaðurinn af kvikmyndinni rennur allur til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. ... og það er fall mikið. Hvorki meira né minna en fimmfalt fall. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.