Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Page 21

Fálkinn - 11.07.1966, Page 21
helzt sitja og borða allan daginn. Hún er líka vitlaus í sælgæti. Og nú neyð- ist hún til að lifa á hrásalati og mögru, glóðarsteiktu kjöti. Hún hugsar um mat frá morgni til kvölds. Ef hún er spurð hvort hún sé úrill eða fjörug á morgn- ana svarar hún: „Þegar ég má fá mér góðan morgunverð er ég sprellandi kát, en ef ekki. ..“ Og sé hún spurð hvort hún þjáist nokkurn tíma af þunglyndi: „Já, mikil ósköp, þegar ég er á megr- unarkúr græt ég út af hverju sem er.“ Hún talar með barnslegri einfeldni um mat og drykk, alveg eins og hún talar um karlmenn. Hún vill hafa þá fallega, hrausta og nokkrum árum eldri en hún er sjálf. Ekki mega þeir vera nízkir, því að sparnað þolir hún ekki. Og ekki drottn- unargjarnir eða afbrýðisamir, skapbráð- ir eða nöldursamir. „Þegar ég er með eiginmanni eða vini vil ég ekki eyða tímanum í þras og rifrildi. Ég vil, að allt sé tóm ást og hamingja, gleði og gott skap. Aldrei hef ég rofið samband mitt við nokkurn mann — þeir verða alltaf fyrri til, ég veit ekki hvers vegna. En þeir þoldu ekki, að ég færi út með öðrum mönnum og skemmti mér, þá urðu þeir reiðir og afbrýðisamir og reyndu að hefta frelsi mitt, og það þýddi auðvitað ekki baun. Á endanum ruku þeir burt bálvondir og létu sem allt væri mér að kenna.“ IRA prinsessa hefur verið gift tvisvar fyrst Alfonso di Hohenlohe og síðan Baby Pignatari sem báðir skildu við hana, og hún á tvo syni. Sjálf er hún laus við afbrýðisemi, en hún vill hafa ástina tóma skemmtun og rómantík og hvergi lifa nema uppi í skýjunum, og það eru fáir karlmenn sem ekki þreyt- ast á slíkri tilveru til lengdar. Nú ætlar hún að feta í fótspor Sorayu, en vonandi tekst henni betur á leik- listarsviðinu en keisaradrottningunni fyrrverandi. Kvikmyndaframleiðandinn Dino De Laurentiis sem ætlaði sér að gera Sorayu að stjörnu þangað til í ljós kom, að hún hafði enga hæfileika, er sannfærður um, að betur muni takast með Iru. Það er ekki víst, að allar prins- essur séu gersneyddar leikgáfu, og fallegar eru þær báðar, Soraya og Ira. Ira er 1.77 á hæð og 62 kíló á þyngd þegar hún heldur sér í skefjum. Þó að hún klæði sig samkvæmt nýjustu tízku er fegurð hennar á einhvern hátt tíma- Framh. á bls. 39. 21 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.